Menntamál - 01.03.1951, Side 36

Menntamál - 01.03.1951, Side 36
28 MENNTAMÁL II. Þar, sem ekki er svo langt komið, að húsakynni þau, sem ætluð eru til kennslu í eðlisfræði, og áhaldasafnið séu út- búin með nemendaæfingar fyrir augum, er hægt að glæða áhuga nemenda um útskýringartilraunir og athygli þeirra, þegar þær eru gerðar, með því að láta þá taka þátt í tilraun- um til skiptis, annaðhvort þannig, að þeir séu aðstoðar- menn kennarans eða með því að þeir geri tilraunirnar sjálfir að nokkuru eða öllu leyti. Útskýringartilraunir, sem þannig er hagað, geta borið mikinn árangur, en um það að veita nemendum góð skilyrði til athugana og fullnægja þörf þeirra á sjálfsstarfi, geta þær ekki komið í stað nem- endaæfinga. Útskýringartilraunir gerðar af nemendum er einnig hægt að nota við yfirheyrslu og upplestur, og mega þær hleypa fjöri í þessar greinir kennslunnar, sem annars geta hæglega haft verkanir, er deyfa áhugann. Hvort sem um er ræða útskýringartilraunir eða nem- endaæfingar, verður að gera ákveðnar kröfur um hverja einstaka tilraun. Góð tilraun verður að vera einföld og óbrotin. Uppsetning tilraunar verður að vera svo óflókin sem auðið er. Forðast skal allt, sem getur dregið athygli nemenda frá því, er máli skiptir. Ef jafnhægt er að gera tilraun án flókins útbúnings og með honum, á að taka ein- falda formið fram yfir hitt. Betri eru margar umfangs- litlar tilraunir en ein umfangsmikil. Tilraun má ekki mistakast. Nemendaæfing á að vera svo auðveld að hún geti í raun og veru ekki mistekizt, og æfingin verður að vera mjög ein- föld, svo að nemendur fái þegar veitt því eftirtekt, sem máli skiptir, því að nú hefur kennarinn minni stjórn á at- hugunum þeirra en þegar útskýringartilraun er gerð. Jafnt af útskýringartilraun sem nemendaæfingu fer ár- angur mjög svo eftir því, hvernig kennarinn býr sig undir

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.