Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 36
28 MENNTAMÁL II. Þar, sem ekki er svo langt komið, að húsakynni þau, sem ætluð eru til kennslu í eðlisfræði, og áhaldasafnið séu út- búin með nemendaæfingar fyrir augum, er hægt að glæða áhuga nemenda um útskýringartilraunir og athygli þeirra, þegar þær eru gerðar, með því að láta þá taka þátt í tilraun- um til skiptis, annaðhvort þannig, að þeir séu aðstoðar- menn kennarans eða með því að þeir geri tilraunirnar sjálfir að nokkuru eða öllu leyti. Útskýringartilraunir, sem þannig er hagað, geta borið mikinn árangur, en um það að veita nemendum góð skilyrði til athugana og fullnægja þörf þeirra á sjálfsstarfi, geta þær ekki komið í stað nem- endaæfinga. Útskýringartilraunir gerðar af nemendum er einnig hægt að nota við yfirheyrslu og upplestur, og mega þær hleypa fjöri í þessar greinir kennslunnar, sem annars geta hæglega haft verkanir, er deyfa áhugann. Hvort sem um er ræða útskýringartilraunir eða nem- endaæfingar, verður að gera ákveðnar kröfur um hverja einstaka tilraun. Góð tilraun verður að vera einföld og óbrotin. Uppsetning tilraunar verður að vera svo óflókin sem auðið er. Forðast skal allt, sem getur dregið athygli nemenda frá því, er máli skiptir. Ef jafnhægt er að gera tilraun án flókins útbúnings og með honum, á að taka ein- falda formið fram yfir hitt. Betri eru margar umfangs- litlar tilraunir en ein umfangsmikil. Tilraun má ekki mistakast. Nemendaæfing á að vera svo auðveld að hún geti í raun og veru ekki mistekizt, og æfingin verður að vera mjög ein- föld, svo að nemendur fái þegar veitt því eftirtekt, sem máli skiptir, því að nú hefur kennarinn minni stjórn á at- hugunum þeirra en þegar útskýringartilraun er gerð. Jafnt af útskýringartilraun sem nemendaæfingu fer ár- angur mjög svo eftir því, hvernig kennarinn býr sig undir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.