Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 30
22 MENNTAMÁL er, að nemendur telji áhrifin með öllu neikvæð. Fyrst eru talin tvö dæmi frá barnaskólum, en síðan eitt dæmi úr ung- lingaskóla. 1. Stúlka skrifar: „Einn af kennurum mínum í barnaskóla virtist hafa sér- staka löngun til að gera gys að nokkrum stelpum í bekkn- um, þar á meðal mér. Hafði hann þau áhrif á mig, að ég átti bágt með að svara spurningum hans, hvort sem ég vissi eða vissi ekki. Með því að spyrja mig í sérstakri tón- tegund, gat hann gert mig orðlausa og næst því að fara að gráta. Sagði hann þá, að við værum afburðagreindar og annað þess háttar. Ég álít, að þennan vetur hafi ég hrein- lega ekkert lært, en framkoma kennarans hafi aðeins aukið viðkvæmni mína. Ég var tíu ára, þegar þetta gerðist.“ 2. Stúlka skrifar: ,,Ég man eftir einu atviki fyrsta veturinn minn í barna- skóla. Ég bar þá fram spurningu í bekknum, sem kennar- inn gerði mikið grín að og særði mig mjög mikið. Ég hét því þá að spyrja ekki né blanda mér inn í samræður í kennslustund, og það heit hef cg haldið, enda þótt ég hafi aldrei síðan mætt lítilsvirðingu frá neinum kennara mín- um.“ Dæmi úr unglingaskóla: 1. Piltur skrifar: „Sá maður, sem ég hef borið einna mestan óvildarhug til, er einn af fyrrverandi kennurum mínum .... Deild sú, sem ég var í, þótti óþjál.... Oft hóf hann kennslustund- ina með skammaræðu, sem allur bekkurinn skyldi meðtaka sér til sáluhjálpar. Þótt flestir gætu tileinkað sér eitthvað úr þessum pistlum, fengum við þó verstu ádrepuna, þegar við vorum teknir upp, ef við stóðum okkur ekki vel. Það, sem einkum jók reiði mína í garð þessa kennara, var, hvernig hann fór að nýjum nemöndum, sem voru að taka próf inn í skólann. Þessir nýju nemendur voru yfir- leitt hugdeigir og nutu sín ekki, og ef þeir vissu ekki eitt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.