Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 20
12 MENNTAMÁL er sungið. Allir syngja með. En oftast er lesið eitthvað til skemmtunar, ritgerðir, kvæði, smásögur eða framhalds- saga. Algengt er, að nemendur skiptist á um að lesa eða stjórna söng, annars gera kennarar það til skiptis. Við og við er sýnd kvikmynd. Að loknum skemmtiþættinum er boðið upp á einhverja hressingu, oftast mjólk og brauð. Klukkan 22,30: Háttatími. — Innan 15 mín. frá því hringt er til náða eiga nemendur að vera komnir í rúmið og hafa slökkt ljósið. Þannig líða virkir dagar. Sunnudagarnir eru frjálsari. Eitt aðalatriði við starf heimavistarskóla er, að hlutföll milli hvíldar og starfs og skemmtana — eða tómstunda — séu í föstum skorðum. Skólinn verður að hjálpa nemendum sínum til þess að færa sér tímann í nyt, fyrst og fremst til náms, en einnig, þegar til þess er tóm, til skemmtana eða hollra dægrastyttinga. Þetta er nú e. t. v. oft hægara sagt en gert. En ef um heilbrigt ungt fólk er að ræða, ætti þetta ekki að vera neinum skóla ofraun. Héraðs- skólarnir eru ekki byggðir fyrir vangæf eða andlega heilsu- tæp ungmenni. Það eru vandræði, að ekki skuli vera til nein stofnun hér á landi, sem veitir unglingum, sem svo er ástatt um, viðtöku. Þess væri afar mikil þörf. í skólanum er starfandi nemendafélag, sem að jafnaði sér um laugardagskvöldin í samráði við kennara. Sá siður er kominn á, að haldið er upp á afmælisdag skólans, 19. nóv. og Lúzíu-hátíðina, 13. des. Ennfremur er haldinn álfa- dans, brenna og grímudansleikur fyrsta laugardag, eftir að nemendur koma úr jólaleyfi. Þau hafa þá fengið það verk- efni heim með sér að hugsa út og útbúa einhvern góðan búning. Síðan eru veitt verðlaun fyrir beztu búningana. I ár var skotið flugeldum við það tækifæri. Árshátíð skól- ans er haldin laugardagskvöldið fyrir pálmasunnudag. Þá mega nemendur bjóða gestum, sömuleiðis á Lúzíu-hátíðina. Aðalskemmtiatriði árshátíðarinnar er leikrit, sem nemend- ur æfa og sýna, og bögglauppboð til ágóða fyrir fyrirhugaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.