Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 9 oft vill það gleymast hve mikið uppeldisgildi einmitt felst í því að temja sér reglusemi — í orðsins víðtækustu merk- ingu og snyrtimennsku í umgengni við sitt nánasta um- hverfi. Þeir, sem það gera, munu einnig bera virðingu fyrir því, sem fagurt er. Starfsemi skólans. Starf heimavistarskóla er í mörgu annars eðlis en heim- angönguskóla. Það er oft og tíðum bæði erfiðara og ábyrgð- armeira, en það getur líka, ef vel tekst til, verið mjög ánægjulegt. En því aðeins getur það náð tilætluðum árangri, að starfið og heimilislífið sé vel skipulagt, og að allt starfslið skólans sé samhent og áhugasamt um að inna hlutverk sitt vel af hendi. Mikið er í húfi. Skógaskóli hefur enn sem komið er átt því láni að fagna að hafa góðu starfsmanna- og kennaraliði á að skipa. Það er vissulega gæfa hvers skóla og þá ekki sízt heimavistar- skóla. Skólaárið 1949—1950 störfuðu tveir fastir kennarar við skólann auk skólastjóra. Það voru Albert Jóhannsson kenn- ari frá Teigi í Fljótshlíð og Jón Jóhannesson cand. mag. úr Reykjavík. Þar að auki kenndi séra Sigurður Einars- son í Holti við skólann sem stundakennari. Aðrir tímakenn- arar voru: skólastjórafrúin, Britta Gíslason, og ráðskonan, Gróa Salvarsdóttir. Þá voru 47 nemendur í skólanum. Skólaárið 1950—1951 eru hér meir en helmingi fleiri nemendur eins og fyrr greinir. Kennurum var þar af leið- andi fjölgað. Nú eru hér auk þeirra tveggja föstu kennara, sem áður eru nefndir, þrír til viðbótar. Þeir eru: William Möller kennari frá Siglufirði, Þorgeir Einarsson stúdent frá Hafnarfirði og Snorri Jónsson íþrótta- og handavinnu- kennari frá Siglufirði. Stundakennarar eru: Frú Britta Gíslason, sem kennir söng og söngfræði, og Aðalbjörg Sig- tryggsdóttir húsmæðrakennari, sem kennir handavinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.