Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 10
2
MENNTAMÁL
Karlakórs Reykjavíkur vestur um haf. — Ferðaðist víða um Svíþjóð
og flutti eriudi um ísland, á annað hundrað talsins. Var form. fél.
ísl. stúdenta í Stokkhólmi 1946—1947 og í stjórn Samfundet Sverige-
ísland og ísl. fulltrúi í stjórn Siljan-skólans í Dölum. — 1949 var
hann ráðinn skólastjóri Skógaskóla. Ritstj.
Samvinna tveggja sýslna.
í nýju fræðslulögunum er landinu skipt í gagnfræðahér-
uð. Og er þá gert ráð fyrir, að sumar sýslur landsins sam-
einist um héraðsgagnfræðaskóla. Eiðaskóli sé t. d. sameig-
inlegur fyrir Múlasýslur, Re.ykholtsskóli fyrir Borgarfjörð
og Snæfellsnes o. s. frv. Þannig hafi tvær eða fleiri sýslur
með sér samvinnu um byggingu skólahúss fyrir gagnfræða-
nema. Einn liður í þessari þróun er bygging héraðsgagn-
fræðaskóla að Skógum í Austur-Eyjafjallahreppi fyrir
Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
Aðdragandi þessa máls er þó lengri og umfangsmeiri en
svo, að hægt sé að gera honum nokkur veruleg skil í þessari
stuttu frásögn. Það mál verður rannsakað nánar, þegar
saga þessa nýstofnaða skóla verður skráð. Þó skal hér getið
nokkurra atriða, sem að þessu miða. Raddir hafa verið
uppi um það oftar en einu sinni, bæði meðal Rangæinga og
Skaptfellinga, að stofna æskulýðsskóla sinn í hvoru héraði.
Égminnist þess, að Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli í Mýr-
dal sagði mér frá tillögum, sem fram höfðu komið um
stofnun héraðsskóla fyrir Vestur-Skaftafellssýslu við
Heiðarvötnin í Mýrdal. Ég minnist þess, hve áhugasamur
Björgvin sýslumaður Vigfússon á Efra-Hvoli var um
fræðslumál Rangárþings. Frá honum komu merkar tillögur
um skólastofnun. Þess má einnig geta, að einn af elztu
unglingaskólum landsins, sem sé unglingaskólinn í Vík í
Mýrdal, sem nú síðustu árin hefur starfað undir forystu
séra Jóns Þorvarðarsonar, gerði hlé á starfi sínu, til þess
að draga í engu úr aðsókn að hinum nýstofnaða skóla að
Skógum. Ennþá eitt dæmi: Þegar Skógaskóli var settur í