Menntamál - 01.03.1951, Blaðsíða 39
MENNTAMÁL
31
fram milli kennarans og nokkurra nemenda, meðan á til-
raun stendur.
Góður kennari drepur ekki þann ofvænisneista, sem
kveiltir áhuga og er falinn í hverri tilraun, með því að gefa
fyrirfram vitneskju um niðurstöðu tilraunar. Ef til vill
segir hann nemendum ekki einu sinni, hvað hann gerir,
heldur lætur þá sjálfa komast að raun um hvorttveggja,
bæði það, sem hann gerir, og verkanir þess. Síðan getur
hann heimtað skriflega eða munnlega lýsingu tilraunar-
innar. Ef hann leggur hinar leiðbeinandi spurningar sínar
fyrir, meðan á tilraun stendur, hagar hann þeim þannig,
að þær reyni á hæfileika nemenda til að athuga og hugsa,
og hann hagar hverri einstakri spurningu þannig, að hún
sé hæfilega þung eftir þekkingarstigi nemenda. Ef of fáir
nemendur svara, veit hann, að spurningin er of þung, aftur-
kallar hana og leggur aðra léttari fyrir. Spurningar kenn-
arans verða að vera vel orðaðar, og það skiptir miklu, að
hann heimti nákvæm og vel orðuð svör af nemendum.
Það er vandasöm list að prófa rétt, og líklega nær enginn
fullkomnun í henni, en með stöðugri umhugsun og raun-
hæfri vinnu að því að laga prófunaraðferð sína getur kenn-
ari gert mikið til þess að bæta um hana. Aldrei þekkist
góður kennari betur en þegar hann prófar.