Menntamál - 01.03.1951, Síða 44

Menntamál - 01.03.1951, Síða 44
36 MENNTAMÁL Séra Ingimar hefur fengizt við fleira en prestskap og skólastjórn á manndómsárum sínum. Hæfileikum hans og áhugamálum hefur ekki verið markaður þröngur bás, og hann hefur innilega ánægju af öllum sínum viðfangsefn- um, hvort sem það eru andleg mál eða efnaleg, prédikun eða niðurjöfnun, leiklist eða pólitík. Það er því ekki kyn, þótt svo fjölsvinnum áhuga- og atorkumanni hafi verið trúað fyrir mörgu og miklu. Hann átti sæti í stjórn Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins, meðan þau sam- tök voru ekki skilin að skiptum, og síðan í stjórn Al- þýðuflokksins, í niðurjöfnunarnefnd um 2 áratugi, í mæði- veikinefnd, í byggingarnefnd þjóðleikhússins og þjóðleik- húsráði, milliþinganefnd í skólamálum, úthlutunarnefnd styrkja til skálda og listamanna, var lengi formaður skóla- nefndar Miðbæjarskólans o. fl. o. fl. f sumum þessara nefnda hefur fundum okkar séra Ingi- mars ærið oft borið saman síðustu 15 árin. Þori ég að fullyrða, að við, samstarfsmenn hans, viljum ógjarna af- greiða mál án þess að hafa heyrt álit hans og tillögur, jafnvel þótt við berum fullt traust til skoðana okkar sjálfra. Séra Ingimar er margt til lista lagt. Hann hefur tamið sér orðsins mennt í bezta lagi, en þó hygg ég, að gáfnafar hans hafi verið jafnvel enn betur lagað fyrir raunvísindi en humaniora. Hann er mjög sérstæður og mótaður per- sónuleiki, en þó ekki meitlaður í stein, því að mikil mýkt er samfara festunni. Kvæntur er séra Ingimar Elinborgu Lárusdóttur rit- höfundi og eiga þau tvo sonu uppkomna, Lárus og Jón. Að dyrum þeirra hjóna mun grasið aldrei gróa, því að hjá þeim á gestrisnin heima. Á.H.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.