Menntamál - 01.10.1953, Side 42

Menntamál - 01.10.1953, Side 42
108 MENNTAMÁL FIMMTUG: Halldóra Friðriksdóttir skólastjóri. Halldóra Friðriksdóttir, skólastjóri heimavistarskólans í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu, varð fimmtug 3. júní síðast liðinn. Um hana ritar Guðmundur Eiríksson skólastjóri á Raufarhöfn Menntamálum m. a. á þessa leið: „Þegar heimavistarskólinn var byggður á Snartar- stöðum í Núpasveit, tók hún við forstöðu hans og hefur haldið því starfi síðan. Það mun ekki um deilt, að það starf hefur hún leyst af hendi með snilld og prýði. Þar hefur hún verið elskuð og virt af nemendum sínum og aðstandendum barnanna, og oft hefur mig undrað, hve létt hún á með að halda aga og hinum verstu óróaseggj- um í skefjum, aðeins með sínu blíða viðmóti, alvarlega tilliti og því, að allir vita, að hún er ætíð réttlát og fljót að fyrirgefa. ... Halldóra er kennari af guðs náð, kenn- ari af lífi og sál, kennari, sem kennir vegna starfsins, en ekki vegna launanna. Þrátt fyrir oft töluvert erfiðar heimilisástæður hefur Halldóra sótt fjölda námskeiða og alltaf verið að læra sjálf.“ Halldóra er gift Sigurði Björnssyni frá Grjótnesi, sem um mörg ár hefur verið oddviti sveitar sinnar. Hefur þeim orðið fjögurra barna auðið.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.