Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Síða 5

Menntamál - 01.12.1957, Síða 5
MENNTAMÁL 195 Um móðurmálið segir hann: „Kunnátta málsins er fólgin í tvennu, sem reyndar stendur í nánu sambandi hvort við annað: að skilja málið, talað og ritað, og að geta talað það og ritað sjálfur, komið orðum að hugsunum sínum og tilfinningum í ræðu og riti“ (53. bls.). Til að ná þessu markmiði leggur Guðmundur megináherzlu á lestur bók- mennta, en gerir í því sambandi miklar kröfur til lestrar- kunnáttu og framsagnar. Um aðra þætti móðurmáls- kennslunnar er hann fáorður. Þó varar hann við að eyða um of tíma í málfræðilega greiningu og kemst m. a. svo að orði: „Sá, sem er stálsleginn í að heimfæra hvert orð undir tiltekinn flokk í orðmyndafræðinni, hefur ekki með því lært að nota orðin“ (62. bls.). Varðandi stafsetn- inguna leggur Guðmundur áherzlu á þörf samræmingar, sem þá hafði enn ekki fengizt. Ég hygg, að þetta nægi til að sýna, hvaða stefnu reynt \ar að marka móðurmálskennslunni, áður en fræðslu- skylda yrði lögskipuð. Hitt mun flestum ljóst, að ekki hefur verið farið að ráðum Guðmundar. Nú er miklum tíma varið til æfinga í málfræðilegri greiningu, en minna hirt um, hvort nemendur læra að nota orðin til að tjá hugsanir og tilfinningar. Til bókmenntalestrar og fram- sagnar vinnst að sama skapi lítill tími. Framar öllu hefur þó athygli móðurmálskennara á þessu landi beinzt að stafsetningu síðast liðna hálfa öld. Meðan engin stafsetning var lögboðin, virðist viðleitni kennara til að finna móðurmálskennslunni traustan grundvöll í öll- um greinum hafa þokað að fullu fyrir deilum um það, hverjar reglur skyldi lögfesta varðandi stafsetninguna. Lesi maður greinar um móðurmálskennslu í blöðum og tímaritum fram til 1929, örlar naumast á skrifum um annað efni. Verður að telja vafalaust, að á þrem fyrstu áratugum aldarinnar hafi skólarnir mjög litlu áorkað á sviði móðurmálskennslunnar. Menntun kennara var ábóta- vant, bækur og önnur kennslugögn af skornum skammti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.