Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Side 14

Menntamál - 01.12.1957, Side 14
204 MENNTAMÁL inn krefst. í áðurnefndri grein gat Hermann þess rétti- lega, hve torvelt sé að leiðbeina um listir. Frumskilyrðið er, að kennarinn sé handgenginn þeirri list, er hann veitir tilsögn í eða kynnir. Til að geta kynnt tónlist, þarf að kunna fleira en reglur tónfræðinnar. Til bókmenntakynn- ingar dugir lítt að þekkja reglur málfræðinnar. í báðum tilfellum verður leiðbeinandinn að búa yfir nákvæmri þekkingu á verkinu, sem hann fjallar um, og næmleika fyrir listinni, sem það hefur að geyma. Þetta er mál, sem varðar menntun og undirbúningsþjálfun móðurmáls- kennara og taka verður fastari tökum. íslenzkri bókmenningu ríður á, að meira og betur verði unnið á þessu sviði í skólum landsins. Námshæfasti hluti hverrar kynslóðar leggur leið sína um menntaskóla og há- skóla. Flestir ljúka háskólanámi hátt á þrítugsaldri. Fram til þess tíma sjá skólarnir þessu unga fólki fyrir viðfangs- efnum og ráða að mestu í hverja farvegi orku þess er beint. Takist móðurmálskennurunum ekki að beina áhuga nemendanna að bókmenntunum, verður að telja skólana til hinna mörgu stöðva nútímaþjóðfélagsins, sem draga athygli æskunnar að öðru en bóknámi. Að loknu háskóla- námi er flestum ærin nauðsyn þess að taka til starfa, vinna af sér námsskuldir og sjá heimilum sínum farborða. Fæstir munu þá hefjast handa um lestur klassiskra bók- mennta, enda er þess lítt að vænta, ef þeir hafa til þessa aldrei opnað huga sinn fyrir slíku. Hafi þeir hins vegar á öðrum áratug ævinnar „setið við sögur og ljóð“, munu þeir aftur finna gullnar töflur í grasi. Við þetta bætist, að á unglingsárum er lestrarhneigðin ríkari en síðar. Flestir þeir, sem lesið hafa íslenzkar forn- bókmenntir sér til gagns, hafa byrjað þann lestur ungir, en fáir, sem opnuðu þær bækur fyrst um þrítugsaldur. munu hafa orðið þeim handgengnir. Þeir, sem hrifust af ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar um tvítugsaldur, glata þeirri hrifningu ekki ævilangt. En þeir, sem lásu engin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.