Menntamál


Menntamál - 01.12.1957, Side 42

Menntamál - 01.12.1957, Side 42
232 MENNTAMÁL verði vísindalega gildar. Geta slíkir menn vitanlega unnið mikið tjón. En hér kemur líka til, að mönnum er náttúr- legt að óttast sjúkdóma, og má kennari aldrei ala á sjúk- dómahræðslu nemenda sinna. Ber því að leggja áherzlu á, að kennslan sé eins jákvæð og auðið er, nemendum sé bent á, hverjar leiðir séu vænlegastar til að öðlast hreysti og þrek, í stað þess að brýna þá á hættum, og leggja t. d. Bretar mikla áherzlu á þetta. Um tilgang heilsufræðikennslu þarf ekki að fara mörg- um orðum. Þekking er frumskilyrði þess, að menn lifi hollustusamlegu lífi og kunni að forðast sjúkdóma. En vissulega er hún ekki einhlít. Ef hún á að bera ávöxt, verður hún að móta venjur í hugsun og athöfn. Það er því ekki nóg að kenna um hollustuhætti, heldur verður jafnframt að iðka þá, unz þeir eru orðnir að ígrónum, ósjálfráðum vana. Nægir að nefna sem dæmi, að handa- þvottur á undan borðhaldi á að vera óaðskiljanlegur þátt- ur þess að matast og getur orðið það, ef börn eru vanin á það nógu snemma. Er þá orðið óþarft að leiða huga að raunverulegri ástæðu þessarar athafnar: að sýklar geti bor- izt ofan í menn af óhreinum höndum. Á þennan hátt er iðkun hollustuhátta fyrirhafnarlaus og ekki vakin af nein- um ótta við sjúkdóma. En til þess að takast megi að skapa slíkar venjur, verður að koma til samvinna foreldra, kenn- ara og heilbrigðisstarfsliðs. Æskilegt námsefni í heilsufræði er einkum: smitsóttir (orsakir, smitunarleiðir, varnir), mataræði og meðferð matvæla, vöxtur, þroski og offita, áfengi, tóbak og kaffi, starf og hvíld (vinna, tómstundaiðja, íþróttir, svefn), veður og áhrif þess á líðan og heilsu, tennur og tann- skemmdir, meðferð augna, líkamshirðing, ormar og óþrif (njálgur, lús, sullir, flugur), klæðnaður, húsakynni og um- gengni, neyzluvatn, slys og umferðarreglur, skipan heil- brigðismála og tryggingar, algengasta hjálp í viðlögum. Stúlkum í framhaldsskólum þarf auk þess að kenna um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.