Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 9
menntamál
61
vitað sú, sem minnzt var á í upphafi: vér erum svo fá-
Wennir. Það svarar ekki kostnaði að leggja mikla vinnu
í bækur um náttúrufræðileg efni á íslenzka tungu. Kaup-
endurnir eru svo fáir. í Danmörku eru kaupendurnir 27
sinnum fleiri, í Vestur-Þýzkalandi 300 sinnum fleiri. Hér
á landi verða því ekki gefnar út góðar bækur um náttúru-
fræði, nema með opinberum styrkjum eða í bókafélögum,
sem borin eru uppi af skáldsögum. Bókaútgáfu Menning-
arsjóðs var í upphafi ætlað það hlutverk að gefa út nátt-
úrufræðilegar bækur við alþýðu hæfi, en úr framkvæmd-
um hefur þar lítið orðið. Ástæðan vafalaust sú, að efnið
bykir ekki vinsælt, áhugann vantar hjá lesendum.
Annað menningartæki, næstum á borð við hið prentaða
mál, er útvarpið. Ríkisútvarpið hefur gert nokkrar til-
raunir með útsendingu á náttúrufræðilegu efni og hefur
°ft leitað til náttúrufræðinga um aðstoð. En íslenzkir út-
varpshlustendur vilja hafa skemmtilegt efni. Þeim líkar
bezt rómantískar náttúrulýsingar og ferðasögur, en njóta
ebki hinna nákvæmu lýsinga á fyrirbærum náttúrunnar.
■^stæðan er sú, að grundvöllinn vantar. Fólkið hugsar
ekki raunvísindalega, það þekkir ekki nógu mikið af nátt-
úrufræðilegum hugtökum. Þess vegna hlustar það ekki á
aáttúrufræðilegt erindi, nema í því sé einhver skemmtileg
írásaga eða leiðbeiningar um garðrækt eða útrýmingu á
meindýrum. Þetta er ósköp eðlilegt, því að áþekkt er að
klýða á náttúrufræðilegt, erindi, án þess að kunna skil á
binum náttúrufræðilegu hugtökum, og að hlusta á lýs-
bigu á knattspyrnukappleik, án þess að hafa nokkurn
tíma séð knattspyrnu eða tekið þátt í henni.
^bugaleysi íslenzkrar alþýðu fyrir náttúrufræðum staf-
ar af því, að hún hefur ekki kynnzt þeim nægilega vel á
,skólasky 1 d ua 1 dri. Annars er þetta fólk flest sæmilega eftir-
tektarsamt. Það finnur undir eins rímgalla á ferskeytlu
°g hefur tilfinningu fyrir höfuðstaf og stuðlum. En það
veit ekkert um eðlisþyngd hluta eða muninn á hitastigi