Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 126
178
MENNTAMÁL
fellt meiri ábyrgð á skólunum. Má vera, að sambands-
stjórnin verði að hafa meiri afskipti en hingað til af banda-
rískum menntamálum vegna aðstöðu sinnar til að deila
sköttunum jafnar niður.
Eitt af mestu vandamálunum viðvíkjandi menntun í
Bandaríkjunum er að koma trúarlegum verðmætum að
nýju til áhrifa á uppeldið. Það er tvennt ólíkt að mennta
raunsæjan vísindamann, sem byggir allt á staðreyndum,
eða að hjálpa einstaklingnum til að finna tilgang í lífinu
og þroska með sér það, sem Þjóðverjar nefna „weltan-
schauung" eða lífsskoðun.
Áður hefur verið bent á, að byrjað var á almennings-
fræðslunni, til þess að hjálpa börnum til að frelsast. Á
nýlendutímabilinu urðu allir kennarar að vera viðurkennd-
ir af prestinum á staðnum og prestinum í því sveitarfélagi,
er kennarinn kom frá. Hinar frægu lestrarbækur McGuffys
voru fullar af siðferðilegum viðhorfum, er byggð voru á
heimildum úr Biblíunni. Trúarbrögðin voru svo samtvinn-
uð menntuninni, að margir héldu, að ekki væri hægt að
aðgreina það tvennt. Á tímabilinu eftir 1850 var meiri
hluti innflytjendanna kaþólskur, en áður höfðu flestir inn-
flytjendanna verið mótmælendatrúar. Um 1890 kom mest-
ur hluti innflytjendanna frá Ítalíu, írlandi og öðrum kaþ-
ólskum löndum.
Er kaþólskir menn fóru í hina opinberu skóla, komust
þeir í kynni við trúarviðhorf, sem þeir af eðlilegum ástæð-
um höfnuðu. Ekki leið á löngu, þar til þeir byrjuðu að
reisa safnaðarskóla. Eins og venja er víðast hvar erlend-
is, fá safnaðarskólar styrk frá sambandsstjórninni. 1
stjórnarskrá Bandaríkjanna er samt sem áður bannað,
að stjórnin veiti styrk til trúmála í neinni mynd. Þar sem
kaþólska kirkjan fann hina miklu andstöðu bandarísks
almennings gegn því að veita safnaðarskólunum styrk og
hún varð jafnvel að berjast fyrir réttinum að halda safn-
aðarskóla, þá var ekki nema eðlilegt að athygli manna