Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL
87
annað til en meðfædda hæfileika. Og ég hef ekki heldur
trú á því, að aðrar menntastofnanir leggi þá til.
Það er mín trú og fullvissa, að kennarastéttinnni og
þá um leið þjóðinni allri sé það lífsnauðsyn að eiga sína
sérstöku og sjálfstæðu menntastofnun til þess að mennta
og ala upp kennara. Um það munu flestir sammála, og
um það verður varla deilt, að Kennaraskólinn á miklu
og merkilegu hlutverki að gegna. En hvernig hann á að
leysa það hlutverk af hendi, um það geta verið og eru
skiptar skoðanir. Það er vandamál framtíðarinnar, vanda-
mál, sem ekki verður leyst í einum svip í eitt skipti fyrir
öll. Það er ævarandi viðfangsefni allra skóla, ekki sízt
kennaraskóla, að fylgjast með tímanum, breyta sjálfum
sér eftir breyttum þörfum og aðstæðum. Stöðnun og kyrr-
staða er dauðadómur.
Starfsemi skólans nú er mjög breytt frá því, sem hún
var í upphafi. Þó hygg ég, að hún eigi fyrir sér að breyt-
ast ennþá meira frá því, sem nú er, á næstu fimmtíu árum.
í dag stöndum við á tímamótum í sögu skólans. Árin,
sem liðin eru, hafa mörg hver verið erfið. Árin, sem
framundan eru, verða það sjálfsagt líka, ef til vill með
öðrum hætti. En ekki skal því kvíða. Til þess eru örðug-
leikar að mæta þeim og sigra þá. Okkur er þá illa í ætt
skotið, ef við höfum gleymt hinum fornu orðum: að
harðna við hverja raun.
Við sjáum ekki langt fram í tímann um hag kennara-
skólans frekar en aðra hluti. En tvennt er það þó, sem
ég þykist sjá fyrir. — Annað er það, að þess mun nú ekki
langt að bíða, að hann flytji sig búferlum 1 nýjar vistar-
verur. Og heiti ég nú á alla þá, sem þar um mega nokkru
ráða, að það megi verða svo fljótt sem auðið er og þar
verði svo rausnarsamlega að skólanum búið, sem hæfir
því hlutverki, sem honum ber af höndum að inna.
Hitt, sem fyrirsjáanlegt má telja, er það, að þess mun
heldur ekki langt að bíða, að breytt verði starfsháttum