Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 89
MENNTAMÁL
141
að engu sé líkara en höndin sjálf ráði hreyfingunum og
brjóti þar í bág við gömul sannindi, að „eftir höfðinu
dansi limirnir“.
Gaman þætti mér að fá skýringu á þessu, ef það er þá
skýranlegt.
kennara.
Menntamál birta að þessu sinni skipulagsskrá Menningarsjóðs
kennara, er staðfest var af forseta íslands 26. júní 1947, og er þetta
gert að tillilutan sjóðsstjórnarinnar.
í B-deild stjórnartíðinda 1958 verður birtur reikningur sjóðsins
lyrir árið 1957, og sýnir hann hreina eign kr. 37.244,05.
Samkvæmt 3. gr. skipuiagsskrárinnar er nú heimilt að veita náms-
styrk úr sjóðnum, og nemur hann i/i vaxtatekna. í 4. gr. skipulags-
skrárinnar eru tilgreind styrkbær efni. Er nú ætlunin, að hafizt verði
handa um styrkveitingar, og mun sjóðstjórnin tilkynna það sér-
staklega.
Tekjur sjóðsins, fyrir utan vaxatekjur, eru 5% af árlegum tekjum
SÍB, sbr. a-lið 2. gr. Þessar tekjur hafa nú hækkað mjög að krónutölu
hin síðari ár, og með samþykkt fulltrúaþings sambandsins á s.l. vori,
þar sem árgjakl til SÍB var hækkað úr kr. 130,00 í kr. 250,00, aukast
árlegar tekjur sjóðsins að miklum mun.
Þá hefur sjóðsstjórnin látið prenta smekkleg minningarkort, og
ntunu þau innan skamrns fást hjá skólastjórum barnaskóla í bæjum og
stærri kauptúnum. Það eru nú vinsamleg tilmæli sjóðsstjórnarinnar,
að skólastjórar og kennarar almennt rnuni eftir þessum merka sjóði
stéttarinnar, styrki hann með gjöfum og minni hverjir aðra á, að
hann sé til.'Þá getur sjóðurinn, innan fárra ára, gegnt hlutverki sínu,
svo um munar.
Stjórn sjóðsins skipa nú: