Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 15
menntamál
67
Fyrir móðurmál sitt nota Þjóðverjar á þessu fræðslu-
stigi aðeins 13,9%, Danir 17,1% (þar með talin sænska),
en Islendingar 17,8%. í náttúrufræðum er munurinn all-
mikill til loka miðskólans. Þar eru Islendingar með 8,5%,
Danir með 10,3% og Þjóðverjar með 11,0%. Þetta jafnast
aftur í lærdómsdeildunum, þar sem íslendingar eru með
meiri náttúrufræði en Danir og Þjóðverjar. í stærðfræði
kenna Þjóðverjar færri vikustundir en íslendingar og
Danir, og mun latínukennslan hjá Þjóðverjum eiga að
vega þar á móti.
Fróðlegt er að gera hér um leið samanburð við Sovét-
ríkin. Reiknað sem hundraðshlutar af öllu námsefninu frá
5.—10. skólaári (tafla IV) þá gera stærðfræði og náttúru-
fræði samanlögð 24% bæði á íslandi og í Þýzkalandi og
27% í Danmörku. í Sovétríkjunum aftur á móti eru til
loka 10. skólaárs 40% af námsefninu stærðfræði og nátt-
úrufræði, og áætlað er að þessi hluti verði orðinn 55%
árið 1960.
í miðskólum, bæði í Danmörku og á íslandi, er náms-
efni þeirra, sem ekki ætla sér í lærdómsdeild, talsvert
frábrugðið námsefni hinna, sem þangað stefna (sjá töflur
V og VI). Einkum virðist þetta liggja í minna málanámi
°g meira námi í ýmsum þeim greinum, sem flokkaðar eru
^ndir „annað“. Náttúrufræðikennsla er og minni fyrir
bennan hluta, sem þarna lýkur hinu almenna skólanámi.
Eftirtektarvert er það, að í þessum skólum er miklu minna
kennt af erlendum málum í Danmörku en á íslandi. Kem-
ur þar fram sú staðreynd, að meira er til af nytsömum
bókmenntum við alþýðu hæfi á dönsku en íslenzku, svo að
Eanir geta reiknað með því, að öll alþýða manna komist
af með sitt móðurmál, en það getum vér íslendingar tæp-
ast gert.
Það er sýnilegt af þeim samanburði, sem hér hefur
verið gerður, að sá vikustundafjöldi, sem Danir og Þjóð-
Verjar verja til kennslu í náttúrufræðum, er talsvert meiri