Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 68
120
MENNTAMÁL
anna eigi einungis að vera kennsla, en ekki til þess að
koma upp skógum. Það er rétt, að hún á fyrst og fremst
að vera kennsla, en er nokkur ástæða til að óttast það eða
harma, ef nokkur hluti plantnanna lifir og dafnar, eins
og dæmi sanna? Skapar það ekki starfsgleði hjá ungling-
unum að eiga von á því, að plönturnar þeirra verði ein-
hvern tíma stór tré og hluti íslenzkra skóga? Trjáplönt-
un unglinga hlýtur að stuðla að því, að koma upp skógum
í framtíðinni, og það á að glæða þá trú hjá nemendunum.
Þá segir höfundur, að kennarar verði að gera sér ljóst,
að ekki sé ráðlegt að gróðursetja trjáplöntur, nema þar
sem sæmileg skilyrði eru fyrir hendi. Þetta er auðvitað
rétt, enda er sjálfsagt fyrir kennara og aðra að leita að-
stoðar kunnáttumanna um staðarval.
Niðurstaðan að loknum lestri greinarinnar er þessi:
Börn og unglingar geta lært að gróðursetja trjáplöntur,
svo að gagn verði að. Það er æskilegt, að kennarar leið-
beini nemendum sínum í gróðursetningu trjáplantna og
veki áhuga þeirra á skógrækt. Skóggræðslustarf barna
og unglinga hefur uppeldislegt gildi. Þetta er einmitt
skoðun þeirra, sem eiga sneiðina í upphafi greinarinnar.
Það er áreiðanlega mjög æskilegt, að gróðursetning
trjáplantna og nokkur fræðsla um skógrækt verði ákveð-
inn þáttur í starfsemi skólanna, samkvæmt heimild eða
ákvæði í lögum.
Af einhverjum ástæðum virðist greinarhöfundur hafa
löngun til að kasta hnútum að þeim, sem telja æskilegt,
að skólaæskan taki virkan þátt í skóggræðslunni, að
manni virðist gegn sinni eigin skoðun, verður honum því
hált á svellinu og veit ekki fyrr en hann er farinn að
leggja málefninu lið. Það er æskilegt, að þeir, sem eru
í fylkingarbrjósti í skógræktarmálum, skrifi af háttvísi
og sanngirni um það, sem áhugamenn leggja til í skóg-
ræktarmálum. Skógrækt ríkisins er ekki einkafyrirtæki.
Óbreyttir liðsmenn eiga rétt á að lýsa sínum sjónarmið-