Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 55
MENNTAMÁL
107
an góðvilja. Ég mátti hvarvetna sækja allar kennslu-
stundir, sem ég hafði áhuga fyrir. Einnig hafði ég leyfi
til þess að vera viðstaddur allar kór- og hljómsveitar-
æfingar, auk þess fékk ég aðgöngumiða á alla tónleika,
sem haldnir voru í skólunum eða á vegum þeirra.
Ég fékk gott tækifæri til að kynnast kennslu í músik-
kennaradeildum í sumum skólanna. Var það mjög lær-
dómsríkt og raunar nauðsynlegt, til þess að ég gæti fylli-
lega gert mér grein fyrir, á hvern hátt tónlistarkennsla
var skipulögð og framkvæmd í þeim barna- og unglinga-
skólum, sem ég heimsótti.
Ég kem nú að aðalefni þessa máls, tónlistarkennslu í
barna- og unglingaskólum í Bandaríkjunum.
Það vakti strax athygli mína, hversu mikil áherzla er
lögð á músikkennslu í þeim skólum, sem ég kynntist.
Eitt af aðalfögunum í hverjum skóla er söng- og hljóð-
færakennsla. Hér er í raun og veru um tvö fög að ræða,
sem kref jast mismunandi menntunar kennara. Sami kenn-
arinn kennir ekki hvorutveggja.
Það eru því tveir músikkennarar við hvern skóla. Söng-
kennarinn, sem kennir söng, og hljóðfærakennarinn, sem
kennir að leika á ýmis hljóðfæri. Þar að auki er við marga
skóla sérstakur kennari, sem kennir píanóleik.
Það er álitið mjög nauðsynlegt, að börnin fái söng-
kennslu strax og þau hefja skólanám. Leikur og hreyfing
er öllum börnum eðlileg tjáning. Á fyrstu árum skóla-
námsins kemur því söngur að góðum notum til að hjálpa
börnunum að tjá sig í leik og glæða áhuga þeirra fyrir
náminu. Það er einnig viðurkennd staðreynd, að skyn-
samleg söngkennsla hraðar mjög þroska barnsins til al-
menns náms.
Skólanám barna hefst víðast hvar við fimm ára aldur
í Bandaríkjunum. Börnin fá söngtíma hvern kennsludag
fyrstu árin, frá fimm til níu ára aldurs. Eftir það fá þau
söngtíma eigi sjaidnar en þrisvar í viku.