Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 61
MENNTAMÁL
113
Það má með sanni segja, að tónlistarkennsla sé á háu
stigi í skólum í Bandaríkjunum.
Það, sem stuðlað hefur að því, að þessi árangur hefur
náðst, er góð skipulagning á tónlistarkennslu skólanna,
ásamt einlægum vilja allra, sem að þessum málum vinna,
til að gera tónlistina að almenningseign.
Menntun músikkennara er mjög þýðingarmikil. Það er
langt síðan Bandaríkjamönnum varð sú staðreynd ljós.
Þeir hafa því lagt mikla áherzlu á góða menntun músik-
kennara. Útskrifaðir músikkennarar hafa lokið fjögurra
ára háskólanámi í músik. Hljóðfærakennarar læra að
leika á flest blásturs- og strokhlj óðfæri ásamt slaghljóð-
færum. Auðvitað er leikni þeirra takmörk sett. Venju-
lega leggja þeir meiri rækt við eitt hljóðfæri í hverjum
flokki, en fá tilsögn í að kenna á þau öll.
Það er undravert, hversu mikill árangur er af starfi
þessara kennara.
Markmið þeirra, sem skipuleggja tónlistarkennslu í
skólum, er að fá sem flest börn til að taka þátt í músik-
námi.
Vegna fjölbreyttrar tónlistarkennslu í skólunum, leiðir
af sjálfu sér, að þar þróast fjölbreytt tónlistarlíf.
Það er ekki víst, að slíkt ætti sér stað, ef hljóðfæra-
kennslan færi ekki fram í sjálfum skólanum.
Með því að leggja áherzlu á almenna þátttöku vinnst
tvennt. Það næst til fleiri einstaklinga, sem reynast hafa
afbragðs tónlistargáfur, og það stuðlar að almennri tón-
listariðkun.
En hvað um sérlega vel gefna nemendur? Eru venju-
legir hljóðfærakennarar færir um að leggja réttan grund-
völl að tónlistarnámi þeirra?
Það er ekki víst. Það gæti átt sér stað, að afbragðs-
góður nemandi færi jafnvel fljótlega fram úr kennara
sínum, sem e. t. v. hefur hlotið mjög takmarkaða kennslu
á það hljóðfæri, sem nemandinn er að læra á. Slíkt getur
8