Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 88
140
MENNTAMÁL
mönnum, er ég fékk einkunnina 7 í hvoru tveggja á fulln-
aSarprófi.
Ég hef gaman af því að teikna og geri það með vinstri
hendinni, en ég lærði að skrifa með þeirri hægri, og skal
ég ekki vera með neinar getgátur um, hvaða áhrif það
hefur haft á skrift mína og stafsetningu. En hitt veit ég,
að erfiðlega gekk að kenna mér að skrifa með hægri hend-
inni, og vildi ég oft hrifsa pennann eða blýantinn í þá
vinstri og skrifa allt öfugt. Stundum geri ég það að gamni
mínu að skrifa svo kallaða spegilskrift, og er þá lítið leng-
ur eða geri það litlu verr en þótt ég skrifaði rétt með
hægri hendinni þrátt fyrir æfingarleysi. En það finnst
mér þó undarlegast, að mér virðist lítil eða engin töf að
því að lesa slíka skrift, án þess að nota spegil — lesa
aftur á bak.
Algengustu villur hjá mér í stafsetningu eru þær, að
ég sleppi stöfum og þá helzt framan af orðum. Ef ég lít
yfir þetta, sem ég hef skrifað hér, rekst ég t. d. á tuddi
í staðinn fyrir studdi, ætti í staðinnn fyrir hætti, eldur
í staðinn fyrir heldur og leppi í staðinn fyrir sleppi. Vill-
ur eins og stinn fyrir staðinn, eru líka mjög algengar, og
um brodda og depla yfir stöfum er mér mjög ósýnt.
Því miður hef ég ekki hér við höndina nema nokkrar
af mínum yngstu stafsetningarbókum, þó að ég viti, að
þær elztu gefi gleggst dæmin. Hér finnst mér mest bera
á þeirri villu að rugla saman g og d. t. d. dad (dag). Eins
kemur líka fyrir, að ég skrifa g og d í staðinn fyrir a.
Að lokum vil ég geta þess hér, að lengi vel hélt ég mig
hafa gott sjónminni og dró þá ályktun af því, að ég gat
oft dregið upp svip manna, eftir að hafa séð þeim bregða
fyrir. Nú veit ég, að þetta er ekki rétt. Reyni ég t. d. að
skrifa orð eftir sjónminninu einu, virðist það alveg hend-
ing, að ég skrifi það rétt.
Mér finnst líka, er ég teikna svip manna eftir minni,