Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 114
166
MENNTAMÁI.
að afnema skuli ókeypis alþýðufræðslu, ef Hæstiréttur
Bandaríkjanna heldur áfram að knýja þau til að koma
á kynþáttajafnrétti. Menn undrast, hvernig þau geti ver-
ið svo skilningssljó á gildi alþýðufræðslunnar. Skýring-
una á þessu vandamáli er að nokkru leyti að finna í sögu
Suðurríkjanna. í fyrstu byggðust Suðurríkin landnemum,
er héldu tryggð við ensku biskupakirkjuna. Virginia og
Norður- og Suður-Carolina byggðust landnemum, sem
fylgdu ensku biskupakirkjunni. Aftur á móti byggðist
nokkur hluti Maryland kaþólskum mönnum, er fluttust til
Nýja heimsins með Baltimore lávarði.
Þessir landnemar voru í nánum tengslum við ættland-
ið. Þeir höfðu ekki verið hraktir burtu, en voru að leita
hamingjunnar á nýjum slóðum. Þeir gátu snúið aftur til
Englands, hvenær sem þeir vildu. Og það, sem meira
var um vert, börn þeirra gátu farið til Englands og dval-
izt í þeim heimavistar menntaskólum, sem foreldrarnir
höfðu efni á að senda þá í. 1 Suðurríkjunum urðu fræðslu-
málin ekki ágreiningsatriði, því að börn þeirra manna, er
völdin höfðu í stjórnmálum og menntamálum landsins, gátu
farið í hina beztu skóla erlendis. Þess var jafnvel kraf-
izt í kirkjulögunum á þessu tímabili. Enn fremur gerir trú
ensku biskupakirkjunnar ekki eins strangar kröfur. Ekki
var gert ráð fyrir, að börnin yrðu að frelsast hvert fyrir
sig eins og hjá íbúum Nýja Englands. Af þessum sökum
var ekki nauðsynlegt, að börnin lærðu að lesa. Allt og
sumt, sem foreldrarnir þurftu að gera, var að skíra ung-
börnin.
Reyndar stofnuðu einhverjar góðar sálir í Suðurríkj-
unum nokkra trúboðsskóla fyrir munaðarleysingja og fá-
tæklinga. En litið var niður á þessa skóla og þeir kallað-
ir „þurfalingaskólar". Þeir voru of fáir til að geta mætt
þörfum alþýðunnar. Heldra fólkið í Suðurríkjunum taldi
aldrei ameríska skóla merkilega. Jafnvel enn þann dag
í dag gera Suðurríkjabúar meira að því en aðrir Banda-