Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 118
170
MENNTAMAL
greinarmun á mönnum eftir kynþáttum. I miðvesturríkj-
unum, þar sem menntunin mótaðist af hagnýtum viðfangs-
efnum, er áhugi fyrir því að reyna eitthvað nýtt í skóla-
starfinu, gera tilraunir með námsefnið og endurskoða þær
heimspekikenningar, sem fræðslukerfið er byggt á. Menn
eins og John Dewey gætu aðeins komið frá Miðvesturríkj-
unum og borið fram uppeldiskenningar sínar með góðum
árangri. Þar er mest unnið að nýstárlegum tilraunum í
amerískum fræðslumálum. I vestustu ríkjunum hófst
skólahaldið einnig á landamærum frumherjanna. En á
þeim landamærum ríkti meiri siðmenning. Þar var einnig
nauðsynlegt, að menn gætu staðið á eigin fótum og væru
uppfinningasamir. Skólakerfið þar er líka sveigjanlegt og
sífellt er verið að gera tilraunir með námsefni og kennslu-
tækni. Erfiðleikarnir í fræðslumálum vestustu ríkjanna
eru aðallega í sambandi við framkvæmdina. En þeir eru,
hvernig taka skuli á móti hinum mikla fjölda Bandaríkja-
manna, er þangað flyzt. Það er ekki óalgengt, að kennar-
ar í Kaliforníu byrji með 30 börn í bekk, en eftir tvo og
hálfan mánuð séu börnin orðin 40 og þar af aðeins 15
þeirra, sem upphaflega voru í bekknum. í misserislok
gætu börnin verið orðin 50, og þar af aðeins 5 þeirra, sem
byrjuðu fyrst og 10 börn úr hópnum, sem byrjaði næst
fyrst. Nýreistir skólar eru þegar yfirfullir.
Þegar litið er á vandamálin, sem liggja fyrir skólayfir-
völdum í Bandaríkjunum, sjáum við, að í vestustu ríkj-
unum eru það húsnæðisvandamál. 1 Suðurríkjunum er
mestur vandinn hvernig glæða megi trú á lýðræðislegri
menntun og brjóta á bak aftur kynþáttaríginn. í Austur-
ríkjunum berjast kennarar við þann vanda að gera fræðsl-
una meira við hæfi barna atómaldar. Að síðustu er glímt
við það vandamál í Miðvesturríkjunum, að fólkið hefur
mismunandi þarfir og áhugamál, og sífellt breytast skoð-
anir manna um það, hvað skuli leggja mesta áherzlu á. En
vissulega getur menntunin ekki verið svo öllum líki.