Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 102
154
MENNTAMÁL
endurtekninga. Því betur sem þau fá vald yfir verkefn-
inu því ánægðari eru þau að vinna það, og svo lengi sem
vart verður við framför í verkinu, hefur það þýðingu
fyrir börnin.
Af framansögðu sést, að nám þessara barna sækist
mjög seint, þótt réttum aðferðum sé beitt og þeir hæfileik-
ar, sem börnin ráða yfir, séu nýttir til hins ýtrasta. Það
er mjög áríðandi að gera ekki tilraun til að kenna annað
eða meira en börnin ráða við. Einnig verður að gæta þess,
að hraði námsins sé í samræmi við persónulegan hraða
nemandans.
Af því, sem sagt hefur verið, er ljóst, að námsefni van-
gefnu barnanna þarf að endurskoða og miða það einkum
við nánasta umhverfi og brýnustu þarfir. Þessi börn verða
ekki menntamenn. Þess vegna er rangt að haga námi
þeirra, eins og þau ættu að taka landspróf að skyldunámi
loknu. Börn með GV 85—75 geta að öllum jafnaði lært að
lesa, skrifa óbrotið sendibréf og lítils háttar að reikna.
Þetta þjálfar þá hæfileika, sem fyrir hendi eru og kemur
því að fullum notum, þótt kunnátta í þessum greinum
komi sjaldan að beinum notum síðar á lífsleiðinni hjá van-
gefnu fólki. Líkamleg störf bíða þessa fólks, þegar full-
orðinsárin færast yfir. Námið í skólunum á að þjóna þeim
tilgangi að búa einstaklingana undir það líf, sem bíður
þeirra, og verður þeim tilgangi bezt náð í kennslu tor-
næmra barna á þessu stigi með því að viðhafa mikið
föndur, handavinnu, meðferð leirs og lita, teikningar og
líkamsæfingar. Auk þess sem meðferð efnis í hverri mynd
stuðlar að þroska handanna og nákvæmari skynjun, býr
hún yfir möguleika til þess að ganga frá því hlutlæga yfir
í hið huglægra. Sem dæmi má nefna, að rétt er að láta
börnin telja og reikna með þeim smáhlutum, sem þau búa
til eða vinna með, til þess að binda hugtök bak við kaldar
tölurnar. Ekkert vekur sjálfstraust barna jafn auðveld-
lega og fljótt og föndur. Það stafar fyrst og fremst af