Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 45
MENNTAMÁL
97
leggja fram 70% af stofnkostnaði tómstundaheimila og
80% af reksturskostnaði þeirra. Umfangsmikið erindreka-
starf fylgdi í kjölfarið, og danska útvarpið tók upp ýmsa
fasta þætti fyrir börn, unglinga og æskufólk.
Enska orðið „hobby“ festist í málinu í merkingunni
tómstundaiðja og félagsleg samvinna á sem flestum svið-
um í verklegum efnum. Ótal starfsklúbbar voru stofnaðir,
þar sem hver hópur hafði sitt eigið áhugamál: Svo sem lík-
ansmíðar alls konar, ljósmyndun, leikstörf eða hljóðfæra-
leik.
Unglingar stofnuðu siglingaklúbba — oft á vegum skól-
anna og smíðuðu sjálfir bátana, lærðu að stjórna bát og
seglum, hnýta hnúta og lesa veðurkort. Þeir urðu að vera
syndir, kunna björgunarsund og björgun úr dauðadái. —
Leiðbeinendum fjölgar stöðugt og aðstaðan batnar.
Árið 1952 var stofnaður nýr kennaraskóli í Kaup-
mannahöfn, Dansk friticLshjems seminarium, er menntar
ungt fólk til starfs á tómstunda- og félagsheimilum. Þetta
varð tómstundaheimilunum hin mesta lyftistöng — og
árangurinn var bæði sýnilegur og áþreifanlegur á áður-
nefndri sýningu.
Það, sem fyrst vakti athygli mína, var ekki aðeins, hve
handavinnusýningin var óvenjuf jölskrúðug, skemmtilega
fyrir komið og aðgengileg, heldur hitt, hve hún var lifandi
og lærdómsrík. Þarna var sem sagt f jöldinn allur af vinnu-
stofum í fullum gangi. Æskufólk, piltar og stúlkur, unnu
þarna af kappi við hin fjölbreytilegustu viðfangsefni: Við
smíðar ur tré og járni, leirmótun og málarastörf, bólcband
og leðurvinnu, bast- og tágavinnu, mosaikstörf, mynztur-
gerð og dúkprentun. Smíðuð voru leilchúslíkön og brúðu-
leikhús með hand- og strengjabrúðum. Unnið var við málm-
og smeltivinnu og brennslu leirmuna. — Útvarpstæki og
fjarstýrð tæki voru smíðuð og reynd. — Tveggja til fimm-
tán fermetra landsvæði (líkön) með járnbrautarstöðvum
og flóknu brautarkerfi vöktu mikla eftirtekt. Þar var
7