Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 133
menntamál
185
um í ríkisstjórn íslands þessi árin eru kennarar. — Einn
háskólaprófessor og tveir beinlínis úr okkar hópi, kennara.
Enn þá hef ég ekki í þessum hugleiðingum mínum svar-
að þeirri spurningu, hvort rétt sé fyrir kennara að vinna
aukastörf eða gefa sig að opinberum málum. Og þótt ég
reyndi að svara spurningunni, þá væri það aðeins mitt álit,
en ekkert goðsvar. — En þótt ég geti ekki gefið fullnaðar-
svar, þá tel ég, að umræður og athugun á þessu máli í
hópi kennara, eigi rétt á sér, — því að vafalaust á marg-
ur kennari erfitt um valið, er hann tekur þá ákvörðun að
kasta sér út í baráttu félagsmála eða taka þátt í lands-
málabaráttunni. —
Vík ég þá fyrst að sumarleyfinu.
Ég hef þegar tekið fram ,að þeir kennarar, sem kenna
minna en 9 mánuði, séu knúðir til að stunda vinnu í sumar-
leyfi sínu, þar sem dregið er af launum þeirra sem því
svarar. —
Um þá, sem kenna 9 mánuði og fá full laun, má frekar
ræða, en þó sýnir reynslan það, að þeir hafa líka fulla
þörf fyrir að drýgja eitthvað tekjur sínar. — Og ef kenn-
arar vinna að sumarvinnu, þá tel ég það alveg rétta stefnu,
sem þeir hafa fylgt, að vinna hverja þá vinnu, sem fyrir
fellur og gera engan mun á því, hvort vinnan er fín, sem
svo er kallað, eða ekki. — Það er einmitt manndómsmerki
að hafa hug til að ganga í hvaða vinnu sem er. Óhrein
vinnuföt skaða engan góðan dreng. —
Kem ég þá að tómstundunum. En þegar rætt er um
tómstundir og tómstundavinnu, þá er nánast verið að ræða
Um einkalíf kennarans utan skólans. — Ég vil undirstrika
hað, að hver sá kennari er lánsamur, sem á sér hugðarefni
°g tómstundastarf í sambandi við kennslugreinarnar, en
þó fer ekki hjá því, að margur dugmikill og athafnasamur
kennari á sér jafnan mörg hugðarefni utan skólastarfsins,
C'g' verða þá oftast tímafrekust öll þau störf, er snerta fé-
lagslíf og landsmálabaráttu.