Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 117
menntamál
169
bjuggu, áttu að vera siðmenntaðir menn, en ekki villi-
menn, urðu þeir að gefa börnum sínum tækifæri til að
menntast. Skólinn og kirkjan voru því meðal fyrstu bygg-
inganna, sem landnemarnir byggðu í sameiningu þar sem
þeir settust að. En þær tvær byggingar eru í raun og
veru tákn siðmenningarinnar.
Fyrir landamærabúana, sem hugsuðu um hagnýta hluti,
þurfti menntunin að vera hagnýt. Vissulega varð hún að
vera almenn, frjáls öllum börnum í nágrenninu. Það voru
engir auðmenn á framherjalandamærunum, og það, sem
gert var, urðu þeir að gera sameiginlega. Þeir urðu að
byggja skólana í sameiningu. í mörgum landamæraskól-
anna þótti heppilegt, ef ekki beinlínis nauðsynlegt, að
kenna aðeins lestur, skrift og reikning, því að börnin þurftu
að vinna mikið heima við. Kennd voru aðeins einföld fræði
og hagnýt. Latínan var ekki mikilvæg lengur.
Skólarnir á landamærunum voru einstakir í sinni röð,
kennslan hagnýt og síðast, en ekki sízt, þá var reynt að
finna nýjar aðferðir. I skólunum var kennslan í samræmi
við hinar fábreyttu þarfir landsmanna.
Af þessari mismunandi erfðavenju þróuðust í Banda-
ríkjunum þeir fræðsluhættir, er rætt verður um hér á
eftir. I fylkjum Nýja Englands er enn í dag lögð mikil
áherzla á bókleg fræði, þótt latínan hafi fyrir löngu orðið
að víkja úr heiðurssessi fyrir nútímafræðum. Krafizt er,
að nemendur læri hagnýt fræði, en námsefni framhalds-
skólanna mótast af prófum hinna íhaldssömu „ivy League
Colleges" (þ. e. Harvard, Yale, Princeton, Williams Col-
lege, Williamstown, Massachusetts, Amherst College, Am-
berst, Massachusetts, Brown University, Rhode Island.
■— Ritstj.). í Suðurríkjunum, þar sem einnig er að mót-
ast fræðslukerfi með ókeypis skyldunámi, er ennþá til-
hneiging til að gera greinarmun á hvítum mönnum og
lituðum. Þar eru uppi háværar raddir og hótanir um að
leggja niður alla almenningsfræðslu, ef hætt verði að gera