Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 32
84
MENNTAMÁL
kennaraprófi, 70 kennaraprófsmenn kenndu í unglinga-
og gagnfræðaskólum, 1 kenndi í menntaskóla og 12 kenn-
araprófsmenn voru starfandi í Kennaraskólanum.
Þegar litið er yfir nemendatal skólans frá upphafi, er
það næsta athyglisvert, hversu margir þeirra, sem út-
skrifazt hafa, hafa leitað sér framhaldsmenntunar, um
20 hafa lokið stúdentsprófi og flestallir þeirra háskóla-
námi. Miklu fleiri hafa aflað sér menntunar erlendis. Af
því má ýmsar ályktanir draga: I fyrsta lagi, að skólinn
fullnægi ekki þeim menntunarkröfum, sem hann ætti að
gera, og skal ég ekki gera neina tilraun til að afsaka það.
Hins vegar ber þessi viðleitni þess vott, að skólinn hefur
ekki drepið alla námslöngun nemenda sinna, ekki gert þá
leiða né afhuga öllu námi, og er það nokkurs virði. En
síðast en ekki sízt má hér af álykta, hver þörf er á orðin,
að kennurum sé gefinn einhver kostur á framhaldsnámi
hér heima, en í þeim efnum eru þeim flestar bjargir bann-
aðar eins og sakir standa.
Byggingamál skólans er eitt af hinum stærri málum
hans. Það á sér langa sögu og erfiða, en ekki skal ég
þreyta neinn með því að rekja hana hér. Þó get ég ekki
orða bundizt um þá staðreynd, að það, sem mest hefur
háð vexti skólans og viðgangi og allri starfsemi frá upp-
hafi og fram til þessa dags, er sá þröngi stakkur, sem
honum var skorinn í húsnæðismálum. Upp úr þeim stakki
er hann nú löngu vaxinn. Æfingaskóli, íþróttahús, heima-
vist. Þetta þrennt þarf engrar útlistunar við á þessum
stað. Allir vita, hvað ég á við. Óneitanlega er það nokkuð
kaldranaleg ábending um, að ekki er enn tími til að hvíl-
ast og láta hendur í skaut falla, að einmitt nú á hálfrar
aldar afmæli sínu hefur skólinn lent í meira öngþveiti en
nokkru sinni fyrr um útvegun á húsnæði fyrir æfinga-
kennslu. Bygging æfingaskóla er því engu síður aðkallandi
en bygging skólans sjálfs. En um hana er það að segja,
að unnið hefur verið óslitið í allt sumar að grunni húss-