Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 58
110
MENNTAMÁL
að læra á hljóðfæri í barnaskóla, hafa náð mikilli leikni
og góðum þroska, er skólagöngu þeirra lýkur, hafi þeir
til að bera góðar tónlistargáfur og iðni við námið.
Þessi þáttur í skólastarfinu gæti ekki átt sér stað, ef
ekki kæmi til skilningur kennara og skólastjórnar á mikil-
vægi þessara námsgreina.
Kennslutími barnanna er óslitinn dag hvern. Þau eru
ekki látin koma aftur í skólann til að sækja aukatíma,
svo sem söng- og hljóðfærakennslu, vegna þess að hér er
ekki um aukafög að ræða. Þessi fög eru ein af aðalnáms-
greinunum og falla inn í samfelldan skólatíma barnsins.
Það er ávallt vandamál, hvernig leysa á úr þeim vanda
að ná saman börnum, sem eru dreifð í mörgum deildum
í skólanum.
Islenzkir söng- og músikkennarar þekkja þetta vanda-
mál. Hjá okkur verða aðalnámsgreinar að ganga fyrir öllu,
þannig að söngkennarinn verður oft að bíða með kór-
æfingar og aðra sértíma fyrir börn, sem eru í mörgum
deildum, þar til kennslu er að mestu lokið og börnin eru
laus úr skólanum. Vegna þessa verða mörg börn að gera
sér aukaferð í skólann. Þetta hefur í för með sér óþarfa
ferðalög fyrir börnin, ódrýgir frítíma þeirra, sem þau
mundu að öðrum kosti nota til leikja, og tekur frá þeim
tíma við heimanám.
1 amerískum skólum er þetta vandamál leyst á ein-
faldan hátt. Börn, sem eiga að mæta í sértíma í músik,
kóræfingum, hljómsveitaræfingum eða hljóðfæratímum,
hafa leyfi til að fara úr hvaða kennslustund sem er til að
sækja þessa tíma. Þess er vandlega gætt, þegar kennslan
er skipulögð, að börnin þurfi ekki ávallt að yfirgefa sömu
námsgreinarnar.
Þetta er óneitanlega þægilegt fyrir alla aðila og miklu
vænlegra til góðs árangurs í námi barnanna.
Vegna þess að börnum og unglingum virðist ganga bet-
ur að læra á blásturshljóðfæri heldur en strokhljóðfæri,