Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 147
menntamál
199
að því að koma menningarstigi þessara frumstæðu þjóða
á traustan grundvöll. En við, sem byggjum hinn mennt-
aða heim, höfum heldur ekki farið varhluta af starfi
Unesco. Undanfarin ár hafa samtökin kallað til óteljandi
funda vísindamanna og sérfræðinga á fjölmörgum sviðum
vísinda og tækni. Er þetta einn liður í starfi samtakanna
til að nýta þekkingu hinna færustu manna á sviði vísinda
og tækni, án tillits til þjóðernis, til velfarnaðar öllu mann-
kyni. Þá hafa samtökin einnig látið skóla- og kennslumál í
vestrænum löndum til sín taka, m. a. með því að kalla
sérfræðinga til að taka saman kennslubækur og handbæk-
ur fyrir kennara, sem geta orðið þeim til ómetanlegs stuðn-
ings í starfi.
Unesco eru einu heimssamtökin, sem hafa eingöngu
menntun, menningu og vísindi á stefnuskrá sinni. Til-
verurétt og þýðingu þessara samtaka þarf ekki að draga í
efa, enda hafa þau sýnt það þessi 12 ár. En tilvera Unesco
byggist að sjálfsögðu á þátttöku þjóðanna, og því fleiri
félagar því sterkari samtök.
Við Islendingar erum taldir með menningarþjóðum, en
vegna fámennis okkar og fátæktar byggist þróun á sviði
vísinda og tækni mikið á reynslu og rannsóknum annarra
Þjóða. Það væri því ekkert eðlilegra en að Island væri
einnig aðili að Unesco og legði þar sitt af mörkum til efl-
ingar menningu í heiminum.
Hér á landi hafa margir séð þýðingu þess, að við gengj-
nna í samtökin, en ekki hefur þetta enn náð fram að ganga
þrátt fyrir samþykktir félaga og áhuga einstaklinga. Höf-
uðástæðan fyrir þessu er, að kostnaður við þátttöku er
nokkuð mikill, um 9000 dollarar annað hvert ár.
Ég spyr: Höfum við íslendingar efni á að standa fyrir
utan þessi samtök? Svarið verður að sjálfsögðu — nei.
Ég efast ekki um, að samtök kennara og annarra menn-
mgarfélaga munu fylgja þessu máli eftir, því að fyrr eða
siðar munu þeir, sem ráða málum, sjá sóma sinn í því að