Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 170
222
MENNTAMÁL
I Reykjavík annaðist ávallt einn landsprófsnefndar-
manna gæzlu á hverjum prófstað. Nemendur Gagnfræða-
skólans í Vonarstræti tóku prófið á þremur stöðum: í
húsakynnum skólans, í Skátaheimilinu við Snorrabraut og
leikfimishúsi Melaskólans. Á þremur stöðum utan Reykja-
víkur var sérstakur trúnaðarmaður nefndarinnar viðstadd-
ur prófið á hverjum stað: í Hafnarfirði Magnús Már Lár-
usson prófessor, í Hveragerði Jóhannes skáld úr Kötlum,
í Hlíðardalsskóla í Ölfusi Hermann bóndi og hreppstjóri
í Gerðakoti Eyjólfsson. Við aðra skóla utan Reykjavíkur
höfðu sérstakir stjórnskipaðir prófdómarar á hendi eftir-
lit með prófinu. Auk fulltrúa frá landsprófsnefnd eða
prófdómaranna voru jafnan á hverjum prófstað aðrir
gæzlumenn, sem hver skóli lagði til eftir því, sem þurfa
þótti hverju sinni.
Sjúkrapróf fóru fram dagana 7.—13 júní (í Reykjavík,
á Siglufirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum). Einn nem-
andi Gagnfræðaskólans í Vonarstræti, Reykjavík, fékk
leyfi nefndarinnar til að fresta flestum greinum prófsins
til hausts vegna langvinnra veikinda og annar nemandi í
Vestmannaeyjum, vegna þess að hann handleggsbrotnaði,
skömmu eftir að prófið byrjaði. Einn nemandi í Reyk-
holtsskóla handleggsbrotnaði illa nokkru fyrir prófbyrjun,
og hefur nefndin fallizt á, að hann fái að taka prófið í
haust. Annar nemandi Gagnfræðaskólans í Vonarstræti,
Reykjavík, fékk leyfi nefndarinnar til að endurtaka í haust
próf í íslenzku, en sá nemandi hefur stundað nám hér á
landi aðeins tvo vetur og hefur hvergi nærri fullt vald á
íslenzkri tungu. Reykjavíkurpemendurnir eru báðir teknir
með á töfluna hér að aftan, annar talinn með ólokið próf,
en hinn brautskráður með III. einkunn. Hvorugur hinna
nemendanna er talinn með á töflunni, enda hefur nefndin
ekki enn fjallað um neinar úrlausnir þeirra.
Nemendur sr. Þorgríms Sigurðssonar á Staðarstað úr
skóla hans í ólafsvík tóku prófið í Reykholti.