Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 152
204
MENNTAMÁL
kennarinn að vera vel heima í lífeðlisfræði, líffærafræði,
barnasálarfræði og fimleikafræði. Ég held, að allir íþrótta-
kennarar séu sammála um eitt: það verður að fara gæti-
lega, þegar börn eiga í hlut, vegna þess að líkami þeirra
er í örum vexti. Af þeim sökum forðast þeir að velja leik-
raunir, sem miða að járnharðri þjálfun. En meðalvegurinn
er vandrataður. Leikfimin má heldur ekki vera of létt.
Alltaf verður að stefna að því að reyna hæfilega á vöðva
og liði og auka innra þol. — Beztum árangri ná þeir kenn-
arar, sem starfa lengi við sama skólann og hafa sömu
nemendurna frá því að þeir eru 7 ára og til 14 ára aldurs.
Þeir vita hvað búið er að leggja fyrir nemendurna og
gæta þess að hafa hæfilega stígandi í erfiði æfinganna.
Þannig mótast líkami barnsins eðlilega og fegrast, jafn-
framt því sem hann vex.
Sumir halda, að mótandi leikraunir séu vanræktar í
barnaskólum okkar. Eitthvað mun vera hæft í þessu, og
oft er því um að kenna, að margir íþróttakennarar sjá
um kennsluna. Æfingaval og framkvæmd eru oft ólík, eftir
því hver á í hlut. Bezt er, ef sami kennarinn fylgist með
barninu bekk úr bekk, eins og áður er sagt. En flestir
íþróttakennarar hafa það markmið sí og æ í huga að móta
líkama barnsins hæfilega, fegra hann, liðka og styrkja.
Þannig skapast grundvöllur, sem hægt er að byggja á,
hvort heldur nemandinn fer í framhaldsskóla og heldur
þar áfram að stunda leikfimi og skólaíþróttir, eða kýs að
iðka líkamsæfingar á eigin spýtur, utan skólanna.
Auk þess, sem góð leikfimi mótar barnið hæfilega, veit-
ir hún því margt annað. Hún þjálfar skynfæri þess. Eink-
um er mikil rækt lögð við að þjálfa jafnvægisskynið. Fjöl-
margar æfingar eru teknar í þessa þjónustu. Það er ekki
nóg að vera kattliðugur og sterkur, ef fimin bregzt. Fimi
er fólgin í góðri stjórn á hreyfingum, og er það bæði sjálf-
ráða og ósjálfráða taugakerfið, sem þeim ráða. Jafnvægis-
göngur og æfingar á slám þjálfa öryggi sérlega vel. Það