Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 167
menntamál
219
Sveitarfélög eru hvött til að gæta sem mestrar hagsýni
við byggingarframkvæmdir. Er ríkisframlag miðað við
ákveðið hámark eftir skólastærð, það, sem fram yfir verð-
ur, lendir á sveitarfélaginu einu.
Lengi hefur verið á það deilt, hve margir aðilar fjalla
um umsóknir um skólastjóra- eða kennararstöður. Þetta
hefur nú verið gert einfaldara, sveitarfélagið mælir nú
með einum eða fleiri umsækjendum og ríkið veitir stöð-
una.
Barnaskólakennarar hafa flutzt upp um einn launaflokk,
og laun ýmissa annarra kennara hafa verið bætt.
Námstími til kennaraprófs fyrir yngri börn verður
lengdur úr 2 árum í 3 frá og með skólaárinu 1961—1962.
Er nýju fræðslulögin ganga almennt í gildi, munu smá-
barnakennararnir útskrifast eftir þeim lögum. Hafa þeir
þá rétt til að kenna 3 yngstu aldursflokkunum.
Ríkið hefur ekki enn fullnægt hinni miklu þörf, sem
er á framhaldsmenntun fyrir kennara. Þó hafa fleiri
kennarar en áður notið sérmenntunar til að kenna afbrigði-
legum börnum. Lýðháskólakennarar geta fengið sér-
menntun í uppeldisfræði.
Fjölgað hefur verið æfingaskólum fyrir væntanlega
menntaskólakennara, með því að mennta- og kennara-
skólar í Linköbing og Hálsingborg hafa tekið að sér æf-
mgakennslu. Fjölgað hefur verið námskeiðum, sem sér-
ttiennta verknámsskólakennara.
Námskeið fyrir barnakennara, sem vilja öðlast réttindi
til að kenna við gagnfræðaskóla, hafa ekki gefið eins góða
raun og við var búizt. Stafar það einkum af því, að kenn-
Urum finnst of kostnaðarsamt að sækja námskeiðin, þó
að þeir eigi síðan von á meiri launum við gagnfræða-
stigið en þeir höfðu áður. Einkum er slæmt, að námskeið-
ln hafa ekki bætt úr hinni brýnu þörf á reiknings-, eðlis- og
eí'nafræðikennurum, eins og vonast var eftir.
Á árinu hefur kennurum, sem ekki hafa rétt til að