Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 47
MENNTAMÁL
99
PUK, en svo er starfsemin nefnd í daglegu tali, var
stofnuð 4. febrúar 1952. Tilgangurinn með PUK er að sjá
og gjörþekkja sem fyrst og á sem breiðustum grundvelli
ástæðuna til afbrota eða afbrotahneigðar unglingsins og
hjálpa honum síðan á rétta leið með öllum tiltækum ráð-
um. Enn eru tómstundaheimili PUK aðeins í Kaupmanna-
höfn, 8 alls, en eru í uppsiglingu í mörgum stærri bæjum
landsins.
Á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur Gredsted flutt er-
indi í Suður-Ameríku, Frakklandi og víðar um hugmynd
sína í framkvæmd. f Svíþjóð er nú í athugun, að lögregl-
an þar hrindi hugmynd þessari í framkvæmd. Á heim-
ilum PUK er um 1/3 hluti unglinganna vandræðabörn í
eins konar „betrunarhúsi" í orðsins beztu merkingu og
verða að koma þar dag hvern. Meginstyrkur heimilanna
er þó hins vegar unglingar og æskufólk, sem dvelst þar og
starfar af frjálsum vilja. Þetta fyrirkomulag reynist bezt.
Gredsted tjáði mér, að á Vesterbro, sem væri eitt stærsta
og erfiðasta skuggahverfi Kaupmannahafnar, hefðu eng-
ar aðgerðir lögreglunnar verið jákvæðari en PUK.
Þar finna allir viðfangsefni við sitt hæfi, hvort sem
það er trésmíði, málmsmíði, leirmótun, bast eða tágavinna,
bein- og hornvinna, teiknun eða málarastörf. Þarna starfa
músikklúbbar, kvikmyndaklúbbar og leshringar.
Skáld og listamenn fræða og skemmta. — Þeir, sem
unna íþróttum eða ferðalögum, koma ekki erindislaust á
heimilin.
Samstarf unglinganna og framkoma öll var með ágætum;
og enginn vissi um annan, hver var „undir sérstöku eftir-
liti.“
Á starfskvöldum gerir unga fólkið hlé á vinnu sinni
stundarfjórðung, hitar te eða kókó og ræðir um daginn
og veginn eða framtíðarverkefni. Á skemmtifundum og
kvöldvökum er dans stiginn stundarkorn. Foreldrafundir
eru einu sinni í mánuði.