Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 12
64
MENNTAMÁL
DANMÖRK
a b 5i
ALDURSÁR 10. II. 12 13. 14. 15. 16. 17 18
BEKKUR 4. 5. I. n. m CZ 1. 2. 3.
MÓÐURMÁL 8 8 5 4 5 5 4 4 4
ERLEND MÁL 5 7 7 8 7 7 4
SAGA+LANDAFR. 4 4 4 4 4 4 5 5 4
STÆRÐFRÆÐI 5 6 5 5 6 7 6 6 6
NÁTTÚRUFRÆÐI 2 3 4 4 4 4 6 6 10
ANNAÐ 10 14 13 II 9 7 8 8 8
STUNDIR ALLS 29 35 36 35 35 35 36 36 36
C2
16 17. 18
1. 2. 3.
4 4 4
19 19 16
4 4 4
1 1 4
8 8 8
36 36 36
TAFLA II. Nám til stúdentsprófs i Danmörku. a: 2 bekkir af
barnaskóla, b: 4 bekkir miðskóli, c^: 3 bekkir stærðfræðideild, c2‘-
3 bekkir nýmáladeild. Móðurmál í b, nokkur sænskukennsla með-
talin. Erlend mál: í b enska og þýzka, auk þess latína í IV. bekk
fyrir þá, sem fara í nýmáladeild, í cx enska eða þýzka, auk þess
franska, í c2 latína, enska, þýzka, franska.
Samanburðurinn á vikustundafjöldanum er sýndur í
töflunum I—VI. Eru námsgreinarnar flokkaðar nokkuð
til þess að fá fram aðalatriðin, hlutföllin milli náttúru-
fræðanna samanlagðra annars vegar og tungumálanna,
bæði móðurmáls og erlendra mála, hins vegar. Rétt þótti
að taka einnig stærðfræðina sérstaklega, þar með talinn
reikningur, og enn fremur sögu og landafræði. í flokknum
„annað“ eru taldar greinar eins og kristinfræði, skrift,
teikning, handavinna, söngur og leikfimi. Til náttúru-
fræða eru taldar: eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, jurta-
fræði, dýrafræði og líffræði. Á stöku stað voru skilin á
milli námsgreinanna dálítið óljós eða á reiki, en sá munur
getur í mesta lagi numið 1 vikustund af eða á. Sleppt er
3—4 fyrstu árum barnafræðslunnar, en alls staðar byrjað