Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 123
MENNTAMÁL
175
Á síðustu missirum leggja æ fleiri áherzlu á, að bráð-
gáfuðum börnum skuli kennt með hliðsjón af hæfileikum
þeirra. Allt og sumt, sem þessi börn þurftu að gera áður
fyrr, var að skila svo til villulausum úrlausnum á prófum,
og þá voru þau látin afskiptalaus. Mikið er rætt um hvern-
ig nota megi betur hæfileika gáfaðra barna. Sumir vilja
hafa sérstaka bekki eða fjölbreyttara námsefni fyrir
þau. Nú á dögum krefjast kennarar þess samt, að börn-
in starfi samkvæmt hæfileikum sínum. Þessi stefna hef-
ur fengið öflugan stuðning vegna kvíða Bandaríkjamanna
í sambandi við menntun í Rússlandi, en talið er, að þar
í landi sé kappkostað að fá sem flesta unglinga til að
leggja út í umfangsmikið vísindanám. Að vissu marki
finna Bandaríkjamenn, að það mun verða lífsspursmál
fyrir þjóðina að nýta hæfileika bandarískrar æsku og sjá
um, að hver og einn læri eftir því, sem hann hefur hæfi-
leika til, svo að störf þeirra megi síðar bera vísindaleg-
an árangur.
Gott félagslegt gengi er oft meira metið en dugn-
aður í námi, eins og þegar hefur verið bent á. Banda-
rískum kennurum finnst það afskaplega mikilvægt að
sérhvert barn njóti sín félagslega, finnist það vera eitt
af hópnum. Meiri áherzla er lögð á það, að kennarar eyði
wiklum tíma í að rannsaka kennsluaðferðir en að þeir afli
sér umfangsmikillar þekkingar í kennslugreinum sínum
°S alveg sérstaklega er þess vænzt, að þeir kunni sálar-
fræðina. Kennari mundi varla vera talinn hæfur nú til
dags, ef hann athugaði ekki hin félagslegu tengsl og áork-
anir innan bekkjarins.
Eftir að hætt var við að leggja aðaláherzlu á námsafrek,
hefur einstaklingshyggjan farið minnkandi. Ekki er leng-
ur litið á börn sem einangraða einstaklinga. Nú er litið á
þau sem hluta af heildinni. Jafnframt er reynt að glæða
samvinnu. Börnin verða að læra að vinna saman. Jafnvel