Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 134
186
MENNTAMÁL
Um félagsstörf kennara, sérstaklega í strjálbýlinu, er
það að segja, að þau má telja hliðstæð kennslustarfinu,
enda er félagslíf og skemmtanalíf unglinga næst fræðsl-
unni að nauðsyn.-------Verða seint fullmetin störf kenn-
ara í félagslífinu. Er það mikil hamingja ungmenna, er
góður kennari gerist forystumaður og félagi í skemmtana-
og félagslífi þeirra.--------
Kem ég þá að landsmálabaráttunni — pólitíkinni. — Er
rétt að kennarinn taki þátt í henni?
Samkvæmt stjórnarskránni er öllum heimilt að skipa
sér í stjórnmálaflokka, og málfrelsi og ritfrelsi hafa allir
innan þess ramma, sem löggjöf þar um ákveður.------------
-----Það er því fjarstæða að hugsa sér að banna kenn-
urum þátttöku í landsmálabaráttunni, en þó vil ég benda
á það, að fátt orkar meir tvímælis í tómstundaiðju en
pólitísk barátta. — Ekki uppskera allir frama og frægð í
þeirri baráttu, og hamingjustjarna stjórnmálanna er mjög
oft reikul í rásinni, og frægðin skammvinn og stopul. —
Og „ekki er hollt að hafa ból hefðar uppá jökultindi.“ —
En þó má ekki gleyma því, að baráttan sjálf er nokkurs
virði, þótt henni fylgi hvorki sigur, auður né upphefð.
-----Heiðarleg barátta fyrir sannfæringu og áhugamál-
um, sem háð er af einlægni og fullri festu, er þroskandi,
bæði fyrir gáfur og manndóm, og það er hollara fyrir
skapgerð mannsins að berjast heiðarlega fyrir hugsjón
sinni en dylja hug sinn og draga sig stöðugt í hlé. — Að
þegja við öllu röngu er hættuleg lífsvenja.
Mörgum hættir við því að vitna í eigin reynslu máli
sínu til sönnunar og skýringar. — Fyrir þeirri freistingu
fell ég líka. Ég var um 25 ár á sama stað skólastjóri, og
ég var þannig settur, að ég var til neyddur að vinna í sum-
arleyfi mínu og hverja frístund, sem ég átti til að fram-
fleyta mér og mínu heimili, en auk þess dró ég mig aldrei