Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 189
MENNTAMÁL
241
SITT AF HVERJU TÆI
AÐALFUNDUR KENNARAFÉLAGS VESTFJARÐA.
16. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða var haldinn á ísafirði dag-
ana 27. og 28. september 1958.
í stjórn félagsins voru kosnir: Guðni Jónsson, ísafirði, formaður;
Högni Egilsson, ísafirði, gjaldkeri; Guðmundur Ingi Kristjánsson,
ritari.
Erindi á fundinum fluttu: Dr. Broddi Jóhannesson, Páll Aðalsteins-
son námsstjóri, Sveinn Gunnlaugsson skólastjóri á Flateyri og Þói-
leifur Bjarnason námsstjóri.
Meðal ályktana, er fundurinn gerði voru:
1. 16. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða beinir þeim tilmælum til
yfirstjórnar kennslumálanna, að hún sjái um að aðbúnaður til
kennslu afbrigðilegra barna verði stórlega bættur við skóla lands-
ins, svo og að slík kennsla verði gerð að námsgrein við Iíennara-
skólann.
2. Alyktun um breytingar á lögum og reglugerðum um kosningar og
kjörsvæðaskipun S.Í.B.
Einnig var rætt um skort á organleikurum í kirkjum og skólum
landsins, og bent var á það ráð, að organleikur yrði skyldunám í
Kennaraskólanum.
A fundinum mættu rúmlega 20 kennarar af félagssvæðinu.
AÐALFUNDUR KENNARAFÉLAGS EYJAFJARÐAR.
Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akureyri laug-
ardaginn 27. september síðastliðinn. Fóru þar fram venjuleg aðalfund-
arstörf. Félagið gefur út tímaritið Heimili og skóli. í bókasafni félags-
ins eru 52 eintök af uppeldismálaritum.
Stefán Jónsson, námsstjóri, flutti erindi á fundinum um kennslu-
slundir og kennsluhlé, og taldi, að fastar almennar skólareglur þyrfti
að semja. Þórður Kristjánsson, námsstjóri, flutti erindi um kristin-
fræðikennslu og skýrði frá ýmsu úr reynslu sinni.
Rætt var um lagabreytingar S.Í.B. og væntanlega útgáfustarfsemi
félagsins. Var mikill áhugi á að gefa út einhver hjálpartæki handa
skólunum.
Stjórn félagsins var endurkosin, en hana skipa: Hannes J. Magnús-
16