Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 145
MENNTAMÁL
197
er eins að sniði og útliti. Hljóta allir að sjá, hve stórhættu-
legt þetta er nú á tímum, þar sem fallegar og góðar bækur
koma út í þúsunda tali ár hvert og draga huga og löngun
barnsins frá námi.
Skólinn verður að gera sér ljóst, að hann á í harðri
baráttu við fjöldamörg utanaðkomandi áhrif, og góðar
kennslubækur geta þar bætt aðstöðu skólans til mikilla
muna. Ég vil taka það fram, að þessi atriði vorú mikið
rædd á fundinum, og niðurstaðan var þessi: Skólinn verð-
ur að vera samkeppnisfær á öllum sviðum kennslutækninn-
ar, bæði hvað snertir skólabyggingar, bækur, kvikmyndir
og önnur kennslutæki. Með öðru móti er hann vart hæfur
til að leysa hlutverk sitt af hendi í heiminum í dag.
Þessi athugun á kennslubókum tók okkur 3 daga, og
voru gefnar ýtarlegar skýrslur um störf hópanna á hverj-
um degi. Athugun sem þessi er að sjálfsögðu ekki tæmandi,
enda var ekki til þess ætlazt. Meiningin var að gefa kenn-
urunum tækifæri til að kynnast kennslubókum viðkomandi
landa og, ef þyrfti, að gagnrýna og óska eftir breytingum
á þeim.
Það skal tekið fram, til að forðast allan misskilning, að
bækur margra annarra þjóða fengu engu minni gagnrýni
en okkar bækur.
Eftir þriggja daga stranga vinnu í kennslubókum var
okkur fengið nýtt verkefni. Nú áttum við að lesa yfir og
gagnrýna ýmis af þeim blöðum og bókum, sem Unesco
hefur gefið út. Er það mála sannast, að stofnun þessi
hefur ekki verið aðgerðarlaus á þessu sviði fremur en
óðru, og mun ég síðar koma að því. Voru þetta bækur,
blöð og tímarit, sem hugsanlegt væri að nota við kennslu
að einhverju leyti eða til hjálpar kennaranum við hin
ymsu vandamál kennslunnar. Bækurnar fengu flestar lof-
samlega dóma, enda ekki ástæðulaust, þar sem þær eru
samdar af fjölda sérmenntaðra manna frá mörgum lönd-
um. Mánaðarrit og önnur tímarit voru einnig athuguð, og