Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 107
MENNTAMÁL
159
aS bæta uppeldisskilyrði þau, sem þau vaxa upp við. Ef
það er ekki gert, verður árangur í námi lítill eða enginn.
Það þolir enga bið að gera eitthvað, sem má verða þess-
um einstaklingum til hjálpar. Ef ekkert er aðhafzt, líða
bernskuárin hjá eitt af öðru í ófremdarástandi, sem getur
valdið lítt leysanlegum vandamálum á gelgjuskeiðinu. Skól-
inn verður að nota alla krafta, sem hann getur fengið
sér til liðveizlu, til þessa björgunarstarfs. Fái starfskraft-
ar skólans sjálfs engu áorkað, gæti hann kallað sóknar-
prest og heimilislækni sér til aðstoðar. Ef allar tilraunir
til þess að bæta umhverfi barnanna mistakast, verður að
fjarlægja þau úr umhverfi sínu og sjá þeim fyrir öðru
uppeldi.
Það verður að staðsetja þessi börn í deildir eftir greind,
en ekki eftir kunnáttu, sem er yfirleitt lítil, eins og að
líkum lætur. Það verður að forðast að setja vel eða miðl-
ungi gefin börn í deildir með vangefnum börnum. Van-
gefin börn eru mjög leiðitöm. I slíku umhverfi verða van-
ræktu börnin leiðtogar. Það verkar neikvætt á þau og deild-
ina í heild. Slíkt má náttúrlega ekki koma fyrir. Víða er
sá háttur hafður á, að vanræktu börnin eru sett í deildir
með meðalgreindum börnum. Vangefin og vanrækt börn
verða að vera í deildum með meðalgreindum nemendum.
Þetta fyrirkomulag gefst oft vel. Ef kennarinn þekkir allar
aðstæður og tekur á misbrestum þessara barna með skiln-
mgi, lyftir góður bekkjarandi og gott bekkjarsamfélag
þeim upp á við, hvað siðferði snertir. Það hefur alltaf
mest að segja, hvernig tekst til með þá kennslu og það upp-
eldi, sem skólinn veitir, hvernig kennararnir eru fallnir
til að kenna þessum börnum. Sú skoðun hefur stungið upp
kollinum hér á landi, hjá foreldrum og jafnvel einnig hjá
kennurum, að vangefin börn og óduglegir kennarar væru
förunautar gegn um skólastarfið. Ef til vill er einhver
flugufótur fyrir þessu, en sé svo, stafar slíkt fyrirkomu-
lag af misskilningi eða vanþekkingu á vandamálum þeirra