Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 104
156
MENNTAMÁL
hjálpa til við sköpun hluta eða mynda. Pappi og pappír
er nauðsynlegt efni. Veggfóðurslím er bæði ódýrt og hent-
ugt við pappa-, pappír- og tauvinnu. Þörf eru líka tæki til
útsögunar og sauma. Þá er gott að börnunum hafi verið
kennt að búa til mynztur og þau hafi fengið þjálfun í
meðferð línu og forma. Myndir eru nauðsynleg tæki við
kennslu vangefinna barna. Þær verða að vera einfaldar
og þannig gerðar, að aðalatriðin falli ekki í skugga auka-
atriða. Slíkar myndir eru góðar til þess að þjálfa grein-
ingarhæfni barnanna og lita- og formskyn þeirra. Einnig
eru slíkar myndir notaðar sem grundvöllur undir frá-
sagnaræfingar bæði munnlegar og skriflegar.
Boltinn á einnig rétt á sér í skólastofunni til að æfa
viðbragðsflýti og eftirtekt. Reglustikur eru nauðsynleg
tæki. Á þeim lærir barnið að þekkja gildi mælieininga, og
einnig er þeim beitt til að kenna nákvæmni í vinnubrögðum.
Litkrít er nauðsynleg, bæði fyrir kennara og börnin.
Fátt örvar börnin meira en að fá að vinna með litkrít á
töflunni. Barn, sem treystir sér ekki til ákveðins verks í
sæti sínu, fær nýjan kraft og aukna getu við það að fá
litkrít í hendurnar og mega vinna verkið á töflunni.
Myndir, sem kennarinn lætur fylgja því, sem hann skrif-
ar á töfluna, örva meira til starfa, ef þær eru litaðar. Allt
umhverfi okkar er hlaðið litum, sem hjálpa til að skapa
og afmarka form. Af þessari ástæðu, og mörgum fleiri,
er glæðing lita- og formskyns barnsins þörf. Að raða
gömlum spilum, safna og raða notuðum frímerkjum stöðv-
ar og eykur athyglina, en slík þroskun er undirstaða alls
náms, ekki sízt bóknáms. I stuttu máli mætti segja, að
takmarkinu til þess þroska, sem hugsanlegur er, verði
bezt náð með því að láta sem fæstar stundir líða hjá í
aðgerðaleysi, þar sem börnin stara fram fyrir sig sljóum
augum eða afleiðing verkleysisins verður hnippingar og
þvaður.
Ég hef reynt að sýna fram á, að hin ódýrustu og ein-