Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
147
INGVAR G. BRYNJÓLFSSON:
Rödd úr menntaskóla.
Stundum er kvartað yfir því, að aldrei heyrist hósti
né stuna úr menntaskólunum, þegar skólamál ber á góma
á opinberum vettvangi, og þær aðfinnslur eru ekki ástæðu-
lausar. Menn hafa leitað ýmissa skýringa á þeirri grafar-
þögn, er ríkir um starf menntaskólanna, og helzt komizt
að þeirri niðurstöðu, að fastheldni — og jafnvel sjálfsgleði
— stæði þeim stofnunum fyrir þrifum. Þar væri allt nú
eins og fyrir áratugum, og þá hefði aftur flest verið með
líkum hætti og í upphafi vega. Sem sagt, þar hefðu engar
breytingar átt sér stað og þeirra heldur aldrei verið þörf.
Rétt mun það vera, að menntaskólar séu nokkuð fast-
heldnar stofnanir, samkvæmt eðli sínu og hlutverki, en
sjálfsgleði er þeim vart fjötur um fót. Hitt er, sem betur
fer, engu síður rétt, að starfsliði menntaskólanna hefur
lengi verið ljóst, að sitt hvað mætti þar betur fara. Hægt
og hægt hefur líka eitt og annað verið fært til betra horfs
í kyrrþey. Fer því þó sjálfsagt fjarri, að nóg hafi verið
að gert, og má þessu til stuðnings vísa til mála, sem verið
hafa á döfinni undanfarin ár á þingum menntaskólakenn-
ara og nú skal vikið nokkuð að.
Því hefur hvað eftir annað verið hreyft á þingum
menntaskólakennara, að veita beri nemendum efsta bekkj-
ar — eða tveggja efstu bekkja — menntaskólanna noklc-
urt frelsi til að velja sér kjörgreinar að einhverju leyti,
svo sem víða tíðkast í hliðstæðum stofnunum erlendis.
Nemandi gæti þá t. d. valið á milli náms í íslenzkri bók-
menntasögu og málsögu, náttúrufræði og sögu, ensku og