Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 33
MENNTAMÁL
85
ins og kjallara. Vonandi verður þar fullt framhald á, og
ætti þá ekki að vera margra ára bið á því, að skólinn
komist í sitt nýja húsnæði. En ekki spái ég neinu um
það, hvenær sú stund kemur. Reynsla undanfarinna ára
hefur hvekkt mig dálítið á öllum þess háttar spádómum.
En hvað sem öllum spádómum líður, er ég svo bjartsýnn
á framtíð Kennaraskólans, að nú sé þess skammt að bíða,
að hagur hans vænkist í þessum efnum.
Ég hef nú í þessum fáu dráttum, sem ég hef rakið
hér á undan, beint hugsun og athygli til þess, sem liðið
er. Slíkt er eðlilegt á þeim tímamótum, sem við minnumst
í dag. En þar með er ekki sagan öll. Slík tímamót benda
ekki síður fram á við til þess ókomna. Spurningunni um
það, hvað framundan er, er vandsvarað, því að sá fer oft
villt, sem geta skal.
En víkjum þá fyrst að því, sem næst er fyrir hendi.
Hvað er að segja um veturinn næsta, sem nú fer í hönd?
Því get ég svarað í örfáum orðum, að svo miklu leyti sem
svarað verður að svo stöddu. Um nemendafjölda er það
að segja, að í stað þeirra 33, sem hurfu útskrifaðir úr
skólanum í vor, er von á 42 nýjum nemendum nú, 24 í
1. bekk og 18 nýjum stúdentum. Á kennaraliði verða nokkr-
ar breytingar. Dr. Broddi Jóhannesson, sem var í orlofi
síðastliðinn vetur, tekur aftur við sínu starfi. Þrír kenn-
arar hætta störfum við skólann: Bjarni Vilhjálmsson,
Jóhann Briem og Gunnar Ragnarsson. Þakka ég þeim
öllum góða samvinnu. í stað Bjarna Vilhjálmssonar og
Gunnars Ragnarssonar kemur Óskar Halldórsson, gamall
nemandi og kennari við skólann. Óráðið er, hver við teikni-
kennslu tekur.
Starfshættir og fyrirkomulag verður með sama hætti
og verið hefur undanfarið. Breytingar þar á verða ekki
stórvægilegri en svo, að frá þeim verður skýrt, þegar að
þeim kemur. Þó vil ég geta um eina breytingu strax.