Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 154
206
MENNTAMÁL
akurinn næða mörg veður. Áhrif umhverfisins hafa stöð-
ugt áhrif á sál barnsins eins og sólskin, regn og kuldi á
gróður jarðar. Meðfæddir eiginleikar eru hér einnig með
í verki. Og skólarnir taka við misjöfnum börnum frá
ólíkum heimilum. En flest eru börn þessi ,,góð“, eftir þeim
skilningi, sem lagður er í það orð, en hafa bælzt og
brákazt andlega vegna heimilisástæðna og áhrifa frá slæmu
umhverfi. Árin líða og íþróttir og leikfimi verða eins sjálf-
sagður þáttur í skólalífinu og aðrar námsgreinar. Hvað
gerist? Hvernig móta þessar kennslugreinar sálir barn-
anna? Einn merkasti brautryðjandi leikfiminnar og hollra
skólaíþrótta hér á landi kvaðst hafa gerzt íþróttakennari í
því skyni að gleðja fólkið.
Þarna er áreiðanlega falinn aðalkjarni þessara mála.
Leikfimin og íþróttirnar gleðja. Barnið gleðst, þegar það
nær valdi á einni æfingu af annarri. Hrynjandi þeirra
vekur sérstæða nautn. Nemandinn finnur, hvernig líkami
hans styrkist og liðkast. Hreyfingar fegrast og líkaminn
allur. Þetta vekur fögnuð, því „hverjum er sinn kroppur
kær“. Öryggi vex með bættri hreyfistjórn. — Allt þetta
leggst á eitt og veitir aukna lífsgleði.
Ég hef kennt börnum, sem þorðu varla að hreyfa sig í
fyrsta leikfimitímanum. Hreyfingar þeirra voru bundnar
og stirðar, gangan og hlaupið gersneytt fegurð og liðléika.
Smátt og smátt féllu fjötrarnir, unz að því kom, að þessi
börn voru eins örugg og frjálsleg og hin. Frjálsleiki í
framgöngu og fagrar hreyfingar verða ekki metnar til f jár,
en eru hverjum einstakling dýrmætar. Við höfum öll kynnzt
börnum og unglingum, sem vilja helzt alltaf fara einför-
um. Þessir unglingar eru tíðum haldnir biturleik og ein-
manakennd. Oft fer svo, að einangrunin rofnar af sál
þeirra í leikfiminni eða í skíða- og fjallaferðum. Þeir
gleyma sér einnig í hita boltaleikjanna. „Tunguhaftið"
slitnar. Þeir hrópa og kalla.
Hvað er að barninu, sem brýtur allar reglur í leikjum