Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 106
158
MENNTAMÁL
og aðra hæfileika, er einnig mikill fjöldi barna, sem
eru sjóndöpur, heyrnardauf eða málhölt. Þetta hvert og
eitt háir börnunum mjög við nám, þótt gáfur séu annars
góðar. Margt fer fram hjá þeim börnum, í daglegu lífi og
skólastarfinu, sem ekki hafa fulla sjón eða heyrn. Þau
þarfnast því sérstaks skilnings og nákvæmni í skólanum.
Það mun þó í fæstum tilfellum þörf á að stofna sérdeildir
vegna þessara barna. Þessum börnum, einkum málhöltum,
er hætt við vanmáttarkennd, og þurfa uppalendur að forð-
ast þá misbresti í uppeldinu, sem slíku geta valdið. Mikill
skilningur er ríkjandi á vandkvæðum þessara barna hér á
landi, enda er mikið gert til að hjálpa þeim í skólurri
Reykjavíkur.
Vanræktu börnin eru sá hópur afbrigðilegra barna, sem
mestum erfiðleikum kann að valda í skólunum. Þessi börn
eru að því leyti erfiðari þraut til úrlausnar, að höfuðástæð-
an fyrir ásigkomulagi þeirra liggur ekki innra með þeim
sjálfum, heldur í því umhverfi, sem þau vaxa upp í. Þessi
börn geta verið af öllum greindarstigum. Þau eru með
hina ólíkustu skapgerð og hæfileika. Þau hafa það öll sam-
eiginlegt að vera alin upp í mannskemmandi umhverfi.
Orsakir vandkvæða þeirra eru á heimilum þeirra. Þær
geta verið margar og misjafnar. Sem dæmi þess, hvað vald-
ið getur andlegum vandkvæðum þessara barna, gríp ég hér
nokkur atriði af handahófi. Óheilbrigt dekur móður, sprott-
ið af vonbrigðum í ástum, fullkomið hirðuleysi vegna
skemmtanafýsnar eða vöntunar á skyldurækni, heimilis-
ófriður, drykkjuskapur foreldra, einstæðingsskapur móð-
ur, sem berst hinni góðu baráttu að sjá sér og sínum
borgið, og margt fleira getur verið ástæða fyrir truflun
á því jafnvægi, sem sálarlífi hvers barns er nauðsynlegt
til eðlilegs vaxtar og þroska.
Hvernig á skólinn að snúast við þeim vanda, sem hon-
um mætir, þegar vanrækt börn koma til náms? Svarið við
þessari spurningu er raunverulega aðeins eitt: Það verður