Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 128
180
MENNTAMÁL
STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri •
Sumarleyfi og tómstundir kennara.
Erindi flutt á kennaramóti að Hólum
í júní 1958. — Örlítið stytt.
Að liggja vél við höggi.
Það fer ekki hjá því, að ég, sem svo víða fer, heyri
meira og minna af palladómum um kennara, — persónu
þeirra og störf. — Er þá „kritikinni“ engu síður beint
að framkomu kennara og háttum utan skóla en innan .. .
Eru þessir dómar oft lítt rökstuddir og fráleitir. — Er ég
stundum undrandi á því, hvernig fólk, sem virðist annars
vera bezta fólk, getur verið ósanngjarnt og ógætið í dómum
sínum um kennara og störf þeirra. — Fyrr á árum lélcu
sum dagblöðin eins konar undirleik við slíka dóma, en
slíkt er nú mjög fágætt, sem betur fer. — Má segja, að
blaðakostur landsins sýni háttprýði í garð kennara hin
síðari ár.
--------í Fóstbræðra sögu er þessi saga um Þorgeir
Hávarðsson, er hann vá sauðamann á Hvassafelli: —
„Þorgeir hafði riðið undan suður, og er hann kom til
Hvassafells, stóðu þar menn úti. Sauðamaður var þá heim-
kominn frá fé sínu og stóð þar í túninu og studdist fram
á staf sinn og talaði við aðra menn. — Stafurinn var lágur,
en maðurinn móður, og var hann nokkuð bjúgur, steyldur
á hæli og lengdi hálsinn. — En er Þorgeir sá það, reiddi
hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel, og
fauk af höfuðið og kom víðs fjarri niður. Þorgeir reið
síðan í brott, en þeim féllust hendur, er í túninu höfðu