Menntamál - 01.12.1962, Page 13
MENNTAMÁL
227
III.
Þessi dæmi verða að nægja til að sýna, að margt annað
en skólafælni getur valdið lélegri skólasókn.
Hvað er þá skólafælni?
Með því er átt við visst „syndrom“, eða visst samferði
einkenna hjá taugaveikluðum börnum, sem veldur því, að
þau hætta að sækja skóla eða eiga mjög erfitt með það.
Aðaleinkennið er ótta- eða kvíðakennd afstaða til skólans.
Barnið getur ýmist borið fyrir sig ótta við kennara, skóla-
systkini eða eitthvað annað í skólanum eða á leið þangað,
jafnvel meinlausan og vinalegan hund, sem býr í nágrenni
skólans. Hér er ekki um að ræða meðvitaða löngun til að
losna við þá fyrirhöfn, sem skólavist fylgir, löngun til að
gera eitthvað annað eða venjulegt skróp, sem réttlætt sé á
þennan hátt, heldur raunverulegan, lítt skýranlegan kvíða.
Oft hefur barnið þvingað sig til að sækja skóla alllengi
fyrir áeggjan foreldra, þótt það ætti erfitt með það, en
foreldrar eru því mótfallnir, a. m. k. á yfirborðinu, að
barnið hætti í skóla. Venjulega er um að ræða börn, sem
virðast hafa verið í góðu jafnvægi, gjarnan hæggerð og
skyldurækin, en oft nokkuð einmana og vinafá. Þau hafa
oftast góða hæfileika, jafnvel mjög góða. Námsárangur
er þó oft minni, en ætla mætti miðað við hæfileika, og
sýnir það, að eitthvað er að. Heimili barnsins er oftast
gott, að því er virðist, en vissar veilur finnast þó tíðum
í fjölskyldutengslum, eins og síðar mun að vikið.
IV.
Þar sem skólafælni er fólgin í ótta við skólann, er eðli-
legt, að flestir leiti orsaka hennar fyrst þar. Athygli for-
eldra eða forráðamanna barnsins beinist þá fyrst að kenn-
aranum. Er hann of kröfuharður, eða skortir hann lagni í
samvinnu við nemandann? Nokkuð oft kemur skólafælni
í ljós, þegar skipt hefur verið um kennara, og er þá eðli-
legt, að hann sé grunaður. Að sjálfsögðu getur það komið