Menntamál - 01.12.1962, Síða 13

Menntamál - 01.12.1962, Síða 13
MENNTAMÁL 227 III. Þessi dæmi verða að nægja til að sýna, að margt annað en skólafælni getur valdið lélegri skólasókn. Hvað er þá skólafælni? Með því er átt við visst „syndrom“, eða visst samferði einkenna hjá taugaveikluðum börnum, sem veldur því, að þau hætta að sækja skóla eða eiga mjög erfitt með það. Aðaleinkennið er ótta- eða kvíðakennd afstaða til skólans. Barnið getur ýmist borið fyrir sig ótta við kennara, skóla- systkini eða eitthvað annað í skólanum eða á leið þangað, jafnvel meinlausan og vinalegan hund, sem býr í nágrenni skólans. Hér er ekki um að ræða meðvitaða löngun til að losna við þá fyrirhöfn, sem skólavist fylgir, löngun til að gera eitthvað annað eða venjulegt skróp, sem réttlætt sé á þennan hátt, heldur raunverulegan, lítt skýranlegan kvíða. Oft hefur barnið þvingað sig til að sækja skóla alllengi fyrir áeggjan foreldra, þótt það ætti erfitt með það, en foreldrar eru því mótfallnir, a. m. k. á yfirborðinu, að barnið hætti í skóla. Venjulega er um að ræða börn, sem virðast hafa verið í góðu jafnvægi, gjarnan hæggerð og skyldurækin, en oft nokkuð einmana og vinafá. Þau hafa oftast góða hæfileika, jafnvel mjög góða. Námsárangur er þó oft minni, en ætla mætti miðað við hæfileika, og sýnir það, að eitthvað er að. Heimili barnsins er oftast gott, að því er virðist, en vissar veilur finnast þó tíðum í fjölskyldutengslum, eins og síðar mun að vikið. IV. Þar sem skólafælni er fólgin í ótta við skólann, er eðli- legt, að flestir leiti orsaka hennar fyrst þar. Athygli for- eldra eða forráðamanna barnsins beinist þá fyrst að kenn- aranum. Er hann of kröfuharður, eða skortir hann lagni í samvinnu við nemandann? Nokkuð oft kemur skólafælni í ljós, þegar skipt hefur verið um kennara, og er þá eðli- legt, að hann sé grunaður. Að sjálfsögðu getur það komið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.