Menntamál - 01.12.1962, Page 24
238
MENNTAMÁL
í dönsku skólabókasöfnum er bæði um að ræða afnot
bókanna í sjálfum skólanum og til heimlána. Lesstofurn-
ar eru þá oftast í sömu stofu og aðalbókasafnið. Það er
þægilegast, því að nemendur velja sér sjálfir bækur til
lestrar, þá oft með leiðbeiningum bókavarða.
Algengast er, að skólabókasafnið sé opið 5—6 tíma í
viku til útlána, og þá ýmist 1 tíma alla daga eða 2 tíma
annan hvern dag. Nokkuð er líka mismunandi hve lengi
lesstofurnar eru opnar eða 6—10 tíma vikulega. Venju-
lega eru þær opnar 2—3 tíma annan hvern dag eða 2 tíma
á dag alla daga vikunnar að frátöldum laugardögunum.
Úti í sveitum eru nokkuð notaðir hinir svokölluðu bóka-
safnsbílar, sem sérstaklega eru innréttaðir. Það má segja,
að þessir bílar séu eins konar hreyfanleg bókasöfn. Bæði
einstaklingar og minni skólar úti á landi fá lánaðar bækur
hjá þessum fjórhjóluðu bókasöfnum. Eftir hæfilega lang-
an tíma leggja svo bókasafnsbílarnir leið sína að nýju á
sömu staðina, og er þá skipt um bækur. Einnig mun vera
til í Danmörku einn bókasafnsbátur. í Noregi eru þeir al-
gengir, þar sem strandlengjan er löng og strjálbýli mikið.
í dönskum skólum eru skólabókasöfnin jafnt til afnota
fyrir alla nemendur skólans, þó er víðast hvar gerð sú
undantekning, að 7, 8 og 9 ára börn geta ekki fengið bæk-
ur lánaðar heim. í Danmörku eru bæði barna- og unglinga-
skólarnir undir sama þaki, þ. e. a. s. nemendurnir eru alla
sína lögboðnu skólagöngu í sama skólanum, ef um bústaða-
skipti er ekki að ræða.
Algengt er, að sömu kennararnir fylgi sínum bekkjum
bæði í gegn um barna- og gagnfræðastigið.
í hverjum skóla eru hin svonefndu bekkjarbókasöfn í
sambandi við skólabókasafnið. Þau eru einkum til af-
nota fyrir yngstu bekki skólans. Bekkjarbókasöfnin eru
með tvennu móti. Algengast er, að 25—30 eint. sömu
bókar séu lánuð í bekkina. Þá getur hver nemandi fengið
sitt eintak. Þetta er til mikillar hjálpar við lestrarkennslu,