Menntamál - 01.12.1962, Side 25
MENNTAMÁL
2B9
séu bækurnar miðaðar við þroska og lestrargetu viðkom-
andi bekkjar. Einnig er stundum hægt að nota þessar bæk-
ur við skriflegar æfingar og réttritun.
Þá tíðkast það, að bókaverðir raði bókum saman í bekkj-
arbókasöín, þ. e. a. s. velji t. d. 30 bækur, en aðeins eitt
eintak af hverri. Þá er miðað við, að þessi litlu söfn séu
við hæfi hvers aldursflokks, 7, 8 og 9 ára barna.
Kennarar, sem þess óska fá síðan þessi söfn til afnota
fyrir sinn bekk. Viðkomandi kennara er í sjálfsvald sett,
hvort hann geymir þessi bekkjarbókasöfn í skólastofunni
eða lánar börnunum bækurnar heim. Þó mun það vera
algengt, svo að yngstu nemendurnir séu ekki alveg settir
hjá hvað bókalán snertir. Kennarinn hefur slík söfn í
sinni vörzlu hálft skólaárið, og er þá gjarnan skipt um
jólaleytið.
Sums staðar eru þessi bekkjarbókasöfn deild í skóla-
bókasafninu eða þá geymd í sérstöku herbergi. En nær
undantekningarlaust eru þau í umsjá bókavarðar, enda
fá þeir aukagreiðslu fyrir að setja þessi bekkjarbókasöfn
saman.
í öllum skólum er sérstakt bókasafn fyrir kennarana, og
er það venjulega í setu eða kaffistofu. Þessi bókasöfn eru
tíðast ekki stór að vöxtum, því að kennarar hafa að sjálf-
sögðu jafnt og nemendur aðgang að skólabókasafninu.
Varðandi val bóka í skólabókasöfnin er það að segja,
að kappkostað er að hafa sem fjölbreyttast úrval hand-
bóka varðandi allar námsgreinar skólans beint og óbeint.
T. d. í sambandi við landafræðikennslu er mikið til af alls
konar ferðabókum, sem lýsa löndum og háttum framandi
þjóða. Sama má segja um ýmsar greinar náttúrufræði og
sögulegan fróðleik. Þá eru að sjálfsögðu til í hverju safni
margs konar alfræðibækur, vísindarit, orðabækur o. m. fl.
Leitazt er við að velja í bókasöfnin bækur, sem henta öll-
um aldursflokkum skólans. í fyrsta lagi fyrir yngstu bekk-
ina, léttar myndskreyttar bækur með stóru og greinilegu